Listamannalaun - umsóknarfrestur rennur út 1. október
Búið er að opna fyrir umsóknir til listamannalauna en frestur rennur út þann 1. október næstkomandi.
Listamannalaun er fyrir sjálfstætt starfandi hönnuði, myndlistarmenn, rithöfunda, sviðslistafólk, tónlistarflytjendur og tónskáld. Tilgangur þeirra er að efla listsköpun í landinu en það er Alþingi sem veitir árlega fé af fjárlögum til þess að launa listamenn í samræmi við lög.
Umsóknafrestur rennur sem fyrr segir út á miðnætti þann 1. október en athugið að skrifstofa Rannís lokar kl. 16:00.
Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Rannís hér.