Mies van der Rohe verðlaunin 2021- óskað eftir ábendingum
Valnefnd Íslands til Mies van der Rohe verðlaunanna 2021 óskar eftir ábendingum á eigin verkum og annarra.
Til að útvíkka skilning og þekkingu á arkitektúr á Íslandi árin 2018-20 (miðast við verklok 1. október 2018- 1. október 2020) eru arkitektar og aðrir hvattir til að benda á allt frá skúrum til stórbygginga og að teygja arkitektúrhugtakið sem mest má.
Tilnefningarnar skulu sendast með tölvupósti á formann valnefndar, Óskar Arnórsson, á netfangið oskararnorsson@gmail.com fyrir lok dags 7. ágúst 2020 og nægir að tilgreina byggingu og arkitekt.
Mies van der Rohe verðlaunin eru ein virtustu byggingarlistarverðlaun í heimi. Þau voru sett á stofn árið 1987 af Evrópusambandinu og Stofnun Mies van der Rohe í Barcelona og er ætlað að vekja athygli á því sem best er gert í evrópskri byggingarlist og koma allar byggingar sem er við tveimur árum fyrir afhendingu til greina.
Harpa hlaut verðlaunin árið 2013. Hægt er að lesa meira um verðlaunin hér.