Mies van der Rohe verðlaunin 2021- óskað eftir ábendingum

5. ágúst 2020

Valnefnd Íslands til Mies van der Rohe verðlaunanna 2021 óskar eftir ábendingum á eigin verkum og annarra.

Til að útvíkka skilning og þekkingu á arkitektúr á Íslandi árin 2018-20 (miðast við verklok 1. október 2018- 1. október 2020) eru arkitektar og aðrir hvattir til að benda á allt frá skúrum til stórbygginga og að teygja arkitektúrhugtakið sem mest má.

Tilnefningarnar skulu sendast með tölvupósti á formann valnefndar, Óskar Arnórsson, á netfangið oskararnorsson@gmail.com fyrir lok dags 7. ágúst 2020 og nægir að tilgreina byggingu og arkitekt.

Harpa hlaut Mies van der Rohe verðlaunin árið 2013, ekki síst vegna glerhjúps Ólafs Elíassonar um húsið sem má sjá í vinnslu hér.

Mies van der Rohe verðlaunin eru ein virtustu byggingarlistarverðlaun í heimi. Þau voru sett á stofn árið 1987 af Evrópusambandinu og Stofnun Mies van der Rohe í Barcelona og er ætlað að vekja athygli á því sem best er gert í evrópskri byggingarlist og koma allar byggingar sem er við tveimur árum fyrir afhendingu til greina.

Harpa hlaut verðlaunin árið 2013. Hægt er að lesa meira um verðlaunin hér.

Dagsetning
5. ágúst 2020

Tögg

  • Greinar
  • Arkitektúr
  • Mies van der Rohe