Minn HönnunarMars - Vala Torfadóttir
Hvernig verður HönnunarMarsinn þinn? Vala Torfadóttir, fata- og textílhönnuður deilir hvaða sýningum hún ætlar ekki að missa af á HönnunarMars í maí 2021.
Nú er HönnunarMars í maí er að bresta á í allri sinni dýrð. Dagskráin telur um 80 sýningar sem breiða úr sér um bæinn og því vel við hæfi að fá smá leiðsögn í gegnum fjölbreytta dagskrá sem endurspeglar einstaka grósku íslensks hönnunarsamfélags.
Framtíðin, tækni, sjálfbærni, náttúra, arfleifð og nýsköpun er þátttakendum hugleikin viðfangsefni á hátíðinni í ár sem veitir innblástur inn í nýja tíma.
Næstu vikuna munum við deila hvaða sýningum vel valdir aðilar ætla ekki að láta framhjá sér fara á HönnunarMars í maí 2021 undir yfirskriftinni Minn HönnunarMars.
Hér eru þær sýningar sem Vala Torfadóttir ætlar ekki að missa af í ár.
,,Fyrstu dagar HönnunarMarsins munu fara í rölt um miðbæinn og njóta þess sem þar er í boði og góða veðursins vonandi. Þetta eru allt viðburðir þar sem koma saman mín aðal áhugasvið þ.e arkitektúr og hönnun(fata-textíl-vöru- og innanhússhönnun) og ekki verra að þarna eru margir aðilar að sýna saman og þannig hægt að slá tvær flugur í einu höggi (jafnvel fleiri)."
Af ásettu ráði
Er hægt að hanna heilsu? Manngert umhverfi og lífsgæði.
Fylgið okkur
Hlutverk
Hönnun í anda Ásmundar
,,Aðrar sýningar í miðbænum sem ég ætla að kíkja á eru Dagsson by Eygló í Kiosk og Umskipti Hönnu Dísar Whitehead í Norræna húsinu. Ég er spennt að sjá hvað kemur út úr samstarfi Eyglóar og Hugleiks Dagssonar, enda bæði flottir og áhugaverðir hönnuðir. Einnig verður forvitnilegt að sjá útkomu Hönnu Dísar í Umskipti, hvað hefur áhrif á hvað, og hvernig spila formið, notagildið og mynstur saman?
Um helgina ætla ég að fara í Garðabæinn á Hönnunarsafn Íslands þar sem þrjár ólíkar en allt spennandi sýningar verða í boði."