Nemendur í grafískri hönnun opna sýninguna Loksins loksins
Föstudaginn 1. október klukkan 17:00 opna nemendur á þriðja ári í grafískri hönnun við LHÍ sýninguna Loksins Loksins þar sem afrakstur námskeiðisins „Verksmiðjan“ verður sýndur. Á námskeiðinu hafa þau unnið að heildarútliti fyrir ýmsar stofnanir og fyrirtæki.
Sýningin fer fram í matsal Listaháskólans við Þverholt 11, gengið er inn um aðalinngang og þaðan inn í matsalinn á fyrstu hæð.
Nemendur: Auður Ómarsdóttir, Ásdís Hanna Guðnadóttir, Embla Dröfn Óðinsdóttir, Guðni Þór Ólafsson, Hólmfríður Benediktsdóttir, Jakob Hermannsson, Jóhanna Guðrún Jóhannsdóttir, Katla Einarsdóttir, Lóa Yona Zoé Fenzy, Maríanna Björk Ásmundsdóttir, Ólafur Alexander Ólafsson, Patrekur Björgvinsson, Ragnhildur Ásgeirsdóttir, Rakel Gróa Gunnarsdóttir, Sigrún Hanna Ómarsdóttir Löve, Sigrún Karls Kristínardóttir og Þórir Georg Jónsson
Kennari á námskeiðinu er Arnar Freyr Guðmundsson