Opið fyrir innsendingar í FÍT keppnina 2022
Búið er að opna fyrir innsendingar í FÍT keppnina 2022. Opið verður fyrir innsendingar út föstudaginn 4. mars — verða sendir út nokkrir áminningar póstar.
Í ár verða gerðar róttækar breytingar á innsendingarkerfi keppninnar sem er liður í því að gera FÍT keppnina sambærilegri keppnum á erlendri grundu. Kerfið er samstarfsverkefni FÍT og Miðstöð hönnunar og arkítektúrs og forritað af Kodo.
Þeim sem vantar leiðbeiningar á nýja innsendingarkerfið eða lenda í vandræðum með sínar innsendingar er bent á að hafa samband við almennt@teiknarar.is.
FÍT keppnin 2021 var haldin rafrænni útsendingu í fyrra vegna covid. Keppnin er stærsta keppni sinnar tegundar á Íslandi og fangar það besta í heimi grafískra hönnunar ár hvert. Í fyrra voru innsendingar um 400 talsins.
FÍT keppnin eru fagverðlaun og hlutverk þeirra er að finna það sem skarar fram úr í grafískri hönnun og myndlýsingum á Íslandi ár hvert. Innsendingar í keppninni eru dæmdar af fagfólki, grafískra hönnuða og myndhöfunda. Í hverri dómnefnd er svo skipaður formaður og tryggt er að í nefndinni séu einstaklingar úr ólíkum áttum og að kynjahlutfall sé jafnt.