Óskað eftir arkitektum - Tvær nýjar byggingar á vegum Félagsbústaða
Félagsbústaðir í samstarfi við Arkitektafélag Íslands auglýsir eftir arkitektum til að hanna tvær nýjar byggingar. Byggingarnar eru annars vegar um 500 fermetra fjölbýlishús fyrir fatlað fólk á Háteigsvegi 59 (Sjómannaskólareitnum) og um 500 fermetra fjölbýlishús fyrir fatlað fólk í Vindási í Árbænum. Stefnt er að því að sitthvort teymið verða valið til að hanna hvort hús fyrir sig.
Áhugasamir skulu senda inn umsókn, að hámarki fjórar A4-blaðsíður, þar sem fram koma upplýsingar um teymið, fyrri verk sem teymið hefur unnið, verkefnastjórnun, nálgun og hugmyndafræði sem teymið sér fyrir að leggja upp með í verkefninu. Æskilegt er að ferilskrá hvers og eins í teymi fylgi í fylgiskjali með umsókninni. Ekki er ætlast til að sýndar séu tillögur að byggingunum í umsókninni. Allar umsóknir eru metnar bæði fyrir Háteigsveg og Vindás. Ef umsækjendur óska eftir að þeirra umsókn sé eingöngu metin fyrir annað hvort svæðið þá vinsamlegast komið því á framfæri í umsókninni.
Umsóknarfrestur er til miðnættis 7. maí 2021, en gögnum skal skilað rafrænt á netfangið ai@ai.is.
Fjölbýlishús á Háteigsvegi
Markmið verkefnisins
Húsið verður framtíðarheimili fólksins sem þangað mun flytjast og áhersla lögð á að húsnæðið sé notalegt, veiti íbúum vellíðan, og mæti þörfum þeirra á heildstæðan og einstaklingsmiðaðan hátt.
Verkefnið snýst um að hanna um 500 fermetra fjölbýlishús í grónu íbúðarhverfi miðsvæðis í Reykjavík. Fjölbýlishúsið þarf að uppfylla reglugerð um húsnæði fyrir fatlað fólk og kröfur byggingarreglugerðar um húsnæði af þessari gerð. Gert er ráð fyrir að í húsinu verði 7 íbúðir auk starfsmannaaðstöðu. Hver íbúð verður að vera 45 til 60 fermetrar að stærð auk geymslu.
Markmiðið er að húsið sé umhverfisvænt og að húsið og garðurinn verði viðhaldsléttur.
Kostnaður við byggingu húsnæðisins þarf að taka mið af lögum um almennar íbúðir og reglugerð um stofnframlög.
Aðstandendur verkefnisins
Félagsbústaðir er sjálfstætt hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar og er í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi. Félagsbústaðir er öflugt og traust þjónustufyrirtæki á leigumarkaði með um 3.000 íbúðir til útleigu í Reykjavík.
Íbúðakjarninn á Háteigsvegi 59 verður hluti af húsnæði fyrir fatlað fólk hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Samkvæmt þjónustumati velferðarsviðs er íbúðakjarninn í þjónustuflokki II fyrir einstaklinga með þroskahömlun og skyldar raskanir.
Frekari upplýsingar um húsnæðið:
- Hver íbúð er með sér bað-og eldhúsaðstöðu.
- Gert er ráð fyrir að kjarninn sé að minnsta kosti með 10, 5 stöðugildi.
- Skrifstofa fyrir forstöðumann.
- Vinnurými fyrir starfsfólk
- Setstofa fyrir starfsmenn, þar sem einnig væri hægt að taka fundi með starfsmönnum.
- Eldhús fyrir starfsfólk.
- Mikilvægt er að húsnæðið sé bjart, að hljóðvist sé góð og á því sé heimilisbragur
Valnefnd
- Grétar Örn Jóhannsson (fulltrúi útnefndur frá Félagsbústöðum)
- Hildur Gunnlaugsdóttir FAÍ (fulltrúi frá AÍ)
- Kristján Örn Kjartansson FAÍ (fulltrúi frá AÍ)
- Ólafía Magnea Hinriksdóttir (fulltrúi útnefndur frá Félagsbústöðum)
- Sigrún Árnadóttir (fulltrúi útnefndur frá Félagsbústöðum)
Áhersla valnefndar
- Hugmyndafræði og nálgun við verkefnið
- Fyrri verkefni og reynsla
- Samsetning teymis og verkefnastjórnun
Umsóknarferli - Tímalína
23. apríl - Verkefni auglýst
7. maí - Skil umsókna
17. maí - Viðtöl (var áður auglýst 13. maí-en þar sem það er uppstigningardagur og frídagur verða viðtöl tekin þann 17. maí)
18. maí - Tilkynnt hvaða teymi fær verkefni (var áður auglýst 14. maí)
Framkvæmd-Tímalína
- Stefnt er að því að vinna teymis hefjist fljótlega eftir að vali lýkur.
- Áætlað er að bjóða verkið út í febrúar 2022.
- Áætlað er að verkinu verði lokið um mitt ár 2023.
Fjölbýlishús við Vindás í Árbænum
Markmið verkefnisins
Húsið verður framtíðarheimili fólksins sem þangað mun flytjast og áhersla lögð á að húsnæðið sé notalegt, veiti íbúum vellíðan og mæti þörfum þeirra á heildstæðan og einstaklingsmiðaðan hátt.
Verkefnið snýst um að hanna um 500 fermetra fjölbýlishús í jaðri eins fjölmennasta hverfi borgarinnar, Árbænum. Fjölbýlishúsið þarf að uppfylla reglugerð um húsnæði fyrir fatlað fólk og kröfur byggingarreglugerðar um húsnæði af þessari gerð. Gert er ráð fyrir að í húsinu verði 7 íbúðir auk starfsmannaaðstöðu. Hver íbúð verður að vera 45 til 60 fermetrar að stærð auk geymslu.
Markmiðið er að húsið sé umhverfisvænt og að húsið og garðurinn verði viðhaldslétt.
Kostnaður við byggingu húsnæðisins þarf að taka mið af lögum um almennar íbúðir og reglugerð um stofnframlög.
Aðstandendur verkefnisins
Félagsbústaðir er sjálfstætt hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar og er í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi. Félagsbústaðir er öflugt og traust þjónustufyrirtæki á leigumarkaði með um 3.000 íbúðir til útleigu í Reykjavík.
Íbúðakjarninn við Vindás verður hluti af húsnæði fyrir fatlað fólk hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Samkvæmt þjónustumati velferðarsviðs er íbúðakjarninn í þjónustuflokki III fyrir einstaklinga með þroskahömlun og skyldar raskanir.
Frekari upplýsingar um húsnæðið:
- Hver íbúð er með sér bað-og eldhúsaðstöðu.
- Gert er ráð fyrir að kjarninn sé að minnsta kosti með 15 stöðugildi.
- Skrifstofu fyrir forstöðumann.
- Setstofa fyrir starfsmenn, þar sem einnig væri hægt að taka fundi með starfsmönnum.
- Eldhús fyrir starfsfólk.
- Vinnuaðstaða fyrir starfsfólk.
- Vinnuaðstaða fyrir deildarstjóranna
- Vinnuaðstaða fyrir teymisstjóra
- Eldhús fyrir starfsfólk.
- Mikilvægt er að húsnæðis sé húsnæðið sé bjart, að hljóðvist sé góð og á því sé heimilisbragur
Valnefnd
- Grétar Örn Jóhannsson (fulltrúi útnefndur frá Félagsbústöðum)
- Hildur Gunnlaugsdóttir FAÍ (fulltrúi frá AÍ)
- Kristján Örn Kjartansson FAÍ (fulltrúi frá AÍ)
- Ólafía Magnea Hinriksdóttir (fulltrúi útnefndur frá Félagsbústöðum)
- Sigrún Árnadóttir (fulltrúi útnefndur frá Félagsbústöðum)
Áhersla valnefndar
- Hugmyndafræði og nálgun við verkefnið
- Fyrri verkefni og reynsla
- Samsetning teymis og verkefnastjórnun
Umsóknarferli - Tímalína
23. apríl - Verkefni auglýst
7. maí - Skil umsókna
17. maí - Viðtöl (var áður auglýst 13. maí-en þar sem það er uppstigningardagur og frídagur verða viðtöl tekin þann 17. maí)
18. maí - Tilkynnt hvaða teymi fær verkefni (var áður auglýst 14. maí)
Framkvæmd-Tímalína
- Stefnt er að því að vinna teymis hefjist fjótlega eftir að vali á teymi líkur.
- Áætlað er að bjóða verkið út í febrúar 2022.
- Áætlað er að verkinu verði lokið um mitt ár 2023.
Nánari upplýsingar veitir Gerður Jónsdóttir, á netfangið gerdur@ai.is og í síma 6956394.
Gerður Jónsdóttir