Plöntur á vinnustöðum - áhrif á vellíðan og framleiðni starfsfólks
Þriðjudaginn 18. apríl kl. 13.00 mun Stjórnvísi bjóða upp á fyrirlesturinn Plöntur á vinnustöðum-Áhrif á vellíðan og framleiðni starfsfólks. Fyrirlesturinn verður í boði á TEAMS og er öllum opinn. Hlekkur á fund er hér fyrir neðan.
Katrín Ólöf Egilsdóttir eigandi fyrirtækisins Mánagulls plöntuveggja talar um plöntur á vinnustað, áhrif á vellíðan og framleiðni starfsfólks ásamt því að skoða aðeins þetta "trend" að færa náttúruna inn.
Rætt verður við Huldu Ragnheiði Árnadóttur forstjóra hjá Náttúruhamfara Tryggingum Íslands NTÍ. Á skrifstofum NTÍ má finna býsnin öll af plöntum í ýmsum stærðum og gerðum. Hulda Ragnheiður hefur reynslu af því að vinna í skrifstofurými þar sem áhersla er lögð á að hafa töluvert af plöntum. Hún hefur einnig unnið í skrifstofurými þar sem ekki voru plöntur. Rætt verður hvernig upplifun starfsfólks hefur verið í báðum tilvikum, hvernig þau hjá NTÍ hugsa um plönturnar, hvað ber að varast og ávinningur þess að færa náttúruna inn
Katrín er með MSc í Vinnusálfræði og Stjórnun úr viðskiptaháskóla BI í Osló Noregi. Hún hefur einnig hlotið réttindi hjá Vinnueftirlitinu sem þjónustuaðili í vinnuvernd og getur því gert áhættumat á sviði andlegrar og félagslegrar heilsu starfsmanna fyrirtækja ásamt umhverfisþáttum svo sem loftgæði og lýsingu.