Sérfræðingur óskast til starfa hjá byggingarfulltrúanum í Reykjavík

26. nóvember 2020

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar óskar eftir sérfræðingi til starfa hjá byggingarfulltrúanum í Reykjavík. Byggingarfulltrúi annast meðal annars umsóknir um byggingarleyfi og afgreiðslu þeirra. Umsýsla þess fer fram í samræmi við lög um mannvirki og byggingarreglugerð, ásamt öðrum tilheyrandi lögum, reglugerðum og skilmálum sem varða notkun lóða og byggingarframkvæmdir á þeim.

Helstu verkefni og ábyrgð

· Yfirferð umsókna um byggingarleyfi til samanburðar við innsend gögn og uppdrætti.

· Yfirferð aðaluppdrátta hönnuða fyrir útgáfu byggingarleyfa.

· Greina og skrá athugasemdir inn í skráningarkerfi byggingarfulltrúa.

· Samskipti við hönnuði, umsækjendur og íbúa varðandi umsóknir, gögn og leiðbeiningar.

· Svara fyrirspurnum um athugasemdir sem gerðar hafa verið við mál á afgreiðslufundum og leiðbeina viðskiptavinum embættisins eftir þörfum.

· Annast önnur þau verk sem viðkomandi eru falin af byggingarfulltrúa.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Menntun í arkitektúr eða sambærileg menntun á háskólastigi.

· Löggilding til að leggja inn aðaluppdrætti fyrir byggingarleyfi er skilyrði, ásamt reynslu í hönnun mannvirkja og gerð aðal- og séruppdrátta.

· Mikil hæfni í mannlegum samskiptum og færni til að vinna og eiga samskipti í hóp.

· Nákvæm, öguð og sjálfstæð vinnubrögð.

· Færni í notkun á algengum hugbúnaði sem tengist tækni- og skrifstofustörfum.

· Frumkvæði, áræðni og röggsemi til verka.

· Geta til að vinna undir álagi.

Um er að ræða framtíðarstarf og er æskilegt að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til 7. desember 2020. Sækja skal um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is undir „störf í boði“-“Sérfræðingur hjá byggingarfulltrúa”.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Nikulás Úlfar Másson , byggingarfulltrúi í síma 411-1111 eða með því að senda tölvupóst á nikulas.ulfar.masson@reykjavik.is

Dagsetning
26. nóvember 2020

Tögg

  • Arkitektúr
  • fréttir
  • Atvinna