Reykjavíkurborg auglýsir laust starf deildarstjóra deiliskipulags- og afgreiðslumála
Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík óskar eftir að ráða öflugan og metnaðarfullan einstakling til að sinna starfi deildarstjóra deiliskipulags- og afgreiðslumála
Leitað er að jákvæðum aðila með ríka forystu- og samskiptahæfileika. Starfið krefst víðtækrar faglegrar þekkingar, stjórnunar– og skipulagshæfni, frumleika og nákvæmni. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í skapandi og faglegu starfsumhverfi með nýsköpun og framsækni á öllum stigum skipulagsgerðar að leiðarljósi. Deildarstjórinn er staðgengill skipulagsfulltrúa sem jafnframt er hans næsti yfirmaður.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Stýrir deild deiliskipulags og afgreiðslumála og er næsti yfirmaður verkefnisstjóra sem starfa á deildinni hverju sinni.
• Hefur forystu í samvinnu við skipulagsfulltrúa um mótun faglegra forsendna, skipulagningu, áætlanagerð og eftirliti með verkefnum og upplýsingamiðlun deildar.
• Efla faglegt samstarf deildar innan sem utan skrifstofu og stuðla að framþróun á starfssviði deildar með þátttöku í stefnumótunarvinnu og þróunarverkefnum / rannsóknum.
• Samskipti og samráð við íbúa, hagsmunaaðila, ráðgjafa og stofnanir, nefndir og ráð, skrifstofur og deildir innan og utan borgarkerfis um skipulagsmál og veita ráðgjöf til sömu aðila um framgang og málsmeðferð einstakra skiplagsmála sem eru til umfjöllunar hjá embætti skipulagsfulltrúa.
• Vera öðrum verkefnisstjórum til aðstoðar og ráðgjafar um málsmeðferð og framvindu einstakra skipulagsmála í umsjá þeirra.
• Yfirumsjón umfangsmikilla skipulagsverkefna, stefnumótunar og áætlanagerðar í skipulagi og/eða einstakra málaflokka á í samráði við skipulagsfulltrúa.
• Áætlunargerð, verkaskipting, eftirlit og umsjón og framfylgd starfsáætlunar og tryggir að framkvæmd þjónustu í starfsemi deildar sé í samræmi við stefnu, leiðarljós og markmið umhverfis- og skipulagssviðs.
• Situr afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa og tekur þátt í formlegri afgreiðslu mála á vegum embættisins.
• Staðgengill skipulagsfulltrúa í skipulags- og samgönguráði.