Stikla - ARCO

Arco-línan var í aðalhlutverki á sýningarbás fyrirtækisins Design House Stockholm á hönnunarsýningunni FORMEX í Stokkhólmi í ágúst 2018. Línan þróaðist út frá búkkum og skrifborði eftir íslenska hönnuðinn Chuck Mack og er nú framleidd og seld hjá DHS.
Búkkarnir koma í tveimur stærðum og hafa fjölbreytt notagildi, meðal annars sem bekkir og borð. Arco fæst í verslun Epal í Skeifunni.


