Stikla - Arkitýpa

ARKITÝPA nefnist samstarf arkitektanna Ástríðar Birnu Árnadóttur og Karitasar Möller. Þær frumsýndu á HönnunarMars 2019 meðal annars formbeygða og pólýhúðaða slá / rýmisdeili úr stálteinum sem býr yfir fjölbreyttum samsetningar- og útfærslumöguleikum.
Vörur ARKITÝPU eru hannaðar út frá vistvænni hugmyndafræði með nútímalifnaðarhætti í huga.
