Stikla - Hönnunarsafn Íslands
Í Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi í Garðabæ eru tvær áhugaverðar sýningar sem áhugafólk um hönnun ætti ekki að láta framhjá sér fara.
Undraveröld Kron by Kronkron
Gestum gefst kostur á að stíga inn í litríkan hugarheim hjónanna Hugrúnar Árnadóttur og Magna Þorsteinssonar sem hafa undanfarin tíu ár hannað og framleitt skó undir merkjum Kron by Kronkron. Sýningin stendur til 18. september 2018.
Á röngunni með Einari Þorsteini
Starfsfólk safnsins skrásetur muni úr eigu arkitektsins Einars Þorsteins Ásgeirssonar, brautryðjanda í rúmfræðirannsóknum og sérfræðings í margflötungum. Einar Þorsteinn starfaði um langt skeið með myndlistarmanninum Ólafi Elíassyni, meðal annars við hönnun glerhjúps Hörpu. Sýningin stendur til 7. október 2018.