Iðnaðarsýning 31. ágúst-2. september
Iðnaðarsýningni 2023 verður haldin í Laugardalshöll 31. ágúst -2. september 2023. Helstu svið sýningarinnar í ár eru mannvirki, orka, innviðir, hönnun og vistvænar lausnir. HMS býður öllum félagsmönnum AÍ á iðnaðarsýninguna og verður boðskortið sent í fréttabréfi til þeirra.
Á sýningunni í ár hefur HMS boðið nokkrum styrkhöfum úr Aski mannvirkarannsóknarsjóði að sýna verkefni sín sem öll lúta að eflingu hringrásar og vistvænna lausna í byggingariðnaði. Sjá nánar: https://hms.is/vidburdir/styrkhafar-asks-a-idnadarsyningunni
Margir styrkhafar Asks kynna ennfremur verkefni sín á CIRCON ráðstefnunni sem Hringrás í byggingariðnaði: erum við tilbúin í stökkið? og verður haldin í Laugardalshöll föstudaginn 1. september kl. 9.30 - 15.30. Ráðstefnunni verður einnig streymt á vef HMS.
Búist er við 70.000 manns á sýninguna og er markmiðið að efla samtalið við byggingariðnaðinn og almenning um eflingu hringrásar og vistvænna lausna í byggingariðnaði.
Opnartímar
- Fimmtudagur 31. ágúst kl. 14.00-19.00
- Föstudaginn 1. september kl. 10.00-18.00
- Laugardaginn 2. september kl. 10.00-17.00
Ef þú ert félagsmaður í AÍ og hefur ekki fengið fréttabréfið okkar, þá endilega sendu póst á ai@ai.is