Sumarnámskeið Endurmenntunar – markaðssetning á netinu, verkefnastjórnun og hlaðvarpsgerð
Endurmenntun HÍ hafa sett á vef sinn fjöldann allan af sumarnámskeiðum þetta árið sem eru sniðin að námsmönnum og atvinnuleitendum sem vilja undirbúa sig fyrir nýtt nám, nýjan starfsvettvang eða flýta fyrir sér í námi. Þau hentar einnig starfsfólki í hlutastörfum og almenningi til að brúa færnibil og sem leið til starfsþróunar og sjálfseflingar.
Námið á sumarmisseri er niðurgreitt af menntamálaráðuneytinu og er liður í tímabundnu átaki stjórnvalda til að skapa náms- og atvinnutækifæri fyrir einstaklinga. Námskeiðin eru opin öllum þó stjórnvöld hugsi þetta úrræði sérstaklega fyrir þann hóp sem er í biðstöðu.