Tákn fyrir íslensku krónuna — Hönnunarsamkeppni FÍT
FÍT efnir til hugmyndasamkeppni með stuðningi Seðlabanka Íslands um nýtt tákn fyrir íslensku krónuna. Samkeppninni er ætlað að ýta við lítilli þjóð og spyrja spurningarinnar „Af hverju á íslenska krónan ekki sitt eigið tákn?“
Í framhaldi verður opnuð sýning á HönnunarMars þar sem einstaklingum gefst kostur á að skoða valdar innsendingar í keppnina.
Til að taka þátt í keppninni þarf að skrá sig hér fyrir neðan og skal merkinu skilað inn sem svarthvítu skjali í PDF-sniði í stærðinni A4 ásamt 50–200 orða texta um hugmyndina. Keppnin er einungis í boði fyrir meðlimi FÍT.
Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin:
1. Verðlaun 100.000 kr
2. Verðlaun 75.000 kr
3. Verðlaun 50.000 kr
Dómnefnd verður skipuð 4 aðilum frá FÍT og einum frá Seðlabanka Íslands. Staðfestir dómarar fyrir hönd FÍT eru Atli Hilmarsson og Gísli B. Björnsson.
Tillögur í keppnina þurfa að berast fyrir lok dags 27. apríl 2022.
Verkefnið er styrkt af Seðlabanka Íslands.
Með því að taka þátt í keppninni áskilur þú FÍT réttinn til að birta innsendinguna á sýningu á vegum FÍT á HönnunarMars ásamt möguleika á öðrum sýningum í framhaldi af því. Höfundar- og notkunarréttur er þó að öllu öðru leyti hjá hönnuði.