Teymið Kolofon&co valið til að hanna merkingar og merkingakerfi
Teymið Kolofon&co hefur verið valið til að hanna merkingar og merkingakerfi fyrir ferðamannastaði og friðlýst svæði. Í teyminu er fagfólk úr ólíkum áttum sem unnið hafa að stórum og viðamiklum verkefnum á sviði hönnunar og menningar, meðal annars hönnun skilta fyrir sveitafélög hér á landi.
Í teyminu Kolofon&co er fagfólk úr ólíkum áttum sem unnið hafa að stórum og viðamiklum verkefnum á sviði hönnunar og menningar, meðal annars hönnun skilta fyrir sveitafélög hér á landi. Í teyminu eru hönnunarstofan Kolofon með Hörð Lárusson grafískan hönnuð sem verkefnastjóra verkefnisins, Stefán Pétur Sólveigarsson iðnhönnuður, Gerður Kristný rithöfundur, Kristján B. Jónasson bókmenntafræðingur og ritstjóri og Guðmundur Jónasson byggingarverkfræðingur. Ráðgjafar teymis eru Birna Lárusdóttir fornleifafræðingur og Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir líffræðingur
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs í samstarfi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsti 15. júní sl. eftir hönnunarteymi til að hanna merkingar, merkingakerfi og merkingahandbók fyrir ferðamannastaði og friðlýst svæði. Verkefnið byggir á stefnumarkandi landsáætlun 2019–2029 og verkefnaáætlun 2019–2021 um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum og felur í sér að uppfæra núverandi merkingakerfi og aðlaga að nýjum áskorunum.
Umsóknarferlið var í tveimur þrepum en umsóknarfrestur rann út 12. ágúst sl. Í fyrra þrepi var óskað eftir skriflegum umsóknum frá teymum og í seinna þrepi voru teymi valin til að halda kynningu fyrir valnefnd, sem skipuð var af umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, sem stýrir verkefninu. Alls skiluðu tuttugu og þrjú teymi umsókn um að taka að sér verkefnið. Valnefnd fór yfir allar umsóknirnar tuttugu og þrjár og eftir mikla yfirlegu var ákveðið að bjóða fimm teymum til að halda sérstaka kynningu fyrir valnefnd. Valið milli þessara tuttugu og þriggja teyma var strembið en mikil gæði einkenndu teymin og umsóknirnar. Valnefnd vann í báðum þrepum eftir matsblaði þar sem unnið var út frá áherslum valnefndar og áherslum verkefnisins.
Áherslur valnefndar
- Þverfagleg breidd teymis
- Hugmyndafræði og nálgun við verkefnið
- Heildræn hugsun
- Fyrri verk og geta til að leysa stór og flókin verkefni
- Áhugi og þekking á náttúru landsins
- Samsetning teymis, m.a. með tilliti til kynjaskiptingar
Áherslur verkefnisins
- Að hönnun byggi á heildrænni sýn fyrir merkingar og merkingakerfi
- Að hönnun sé samræmd og stuðli að heildarsvipmóti
- Að hönnun hagnýti alþjóðlegar rannsóknir og staðbundna þekkingu á sviði merkinga
- Að merkingar endurspegli sjálfbærni
- Að merkingar henti íslenskum aðstæðum, endist vel og krefjist lágmarks viðhalds
- Að efnisval og útfærslur taki mið af hagkvæmni í framleiðslu, viðhaldi og uppsetningu
- Að merkingar séu sveigjanlegar og auðvelt sé að bæta við þær og laga að ólíkum aðstæðum
- Að merkingar séu læsilegar óháð tungumálakunnáttu
- Að merkingar séu settar upp á aðgengilegan og skýran hátt í handbók
- Að leiðbeiningar fyrir merkingakerfið séu settar upp á aðgengilegan og skýran hátt í handbók
Teymin sem valin voru til að halda kynningu voru eftirfarandi:
*Athugið að hér er listaður upp kjarni hvers teymis fyrir sig.
Teymi 1:
Guðmundur Ingi Úlfarsson, leturhönnuður
Snæfríð Þorsteins, grafískur hönnuður
Kristinn E. Hrafnsson, myndlistamaður
Hildur Ýr Ottósdóttir, arkitekt
Teymi 2-ATH
&&&Hönnunarstofa
DLD-Dagný Land Design
Hanna verkfræðistofa
M/STUDIO, Innovation lab
Gunnlaugur Johnson, arkitekt og leiðsögumaður
Helena Westhöfer Óladóttir, umhverfisfræðingur
Jón Gauti Jónsson, fjallaleiðsögumaður
Valdís Steinarsdóttir, vöruhönnuður
Teymi 3 - Kolofon&co
Kolofon; Hörður Lárusson, grafískur hönnuður og verkefnastjóri
Stefán Pétur Sólveigarsson, iðnhönnuður
Gerður Kristný, rithöfundur
Kristján B. Jónasson, bókmenntafræðingur og ritstjóri
Guðmundur Jónasson, byggingarverkfræðingur
Birna Lárusdóttir, fornleifafræðingur
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, líffræðingur
Teymi 4: Snøhetta og SP(R)INT Studio
SP(R)INT Studio; Karl Kvaran, arkitekt og skipulagsfræðingur
SP(R)INT Studio; Sahar Ghaderi, arkitekt og sýningahönnuður
Snøhetta; Sofie Platou, einkennahönnuður (Senior Identity Designer)
Snøhetta; Nadine Fumiko Schaub, vöruhönnuður
Snøhetta; Sanda Zahirovic, stefnumótandi ráðgjafi (Strategic Advisor)
Teymi 5
Studio Heima-arkitektastofa; Aldís Gísladóttir arkitekt og verkefnastjóri
Biotope, arkitekta- og hönnunarstofa
WorldPerfect, ráðgjafafyrirtæki
Le Bureau/Studio Leh, grafísk hönnunarstofa
Omhu, arkitektastofa
Kynningar teyma voru haldnar 25. ágúst síðastliðinn. Val valnefndar var mjög erfitt en öll teymin sýndu mikla fagmennsku, reynslu og gæði og var mjög mjótt á munum. Að lokinni mikilli yfirlegu var ákveðið að bjóða teyminu Kolofon&co að taka verkefnið að sér og er ráðgert að ganga til samninga við það teymi. Verkkaupar eru umhverfis-og auðlindaráðuneytið og atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið.
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs vill þakka öllum þeim teymum sem sóttu um kærlega fyrir þátttökuna og um leið óska teyminu Kolofon&co til hamingju!
Frekari upplýsingar um verkefnið veitir
Gerður Jónsdóttir
Framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslandsgerdur@ai.is