Tilnefningar til FÍT verðlaunanna árið 2021
FÍT verðlaunin eru fagverðlaun og hlutverk þeirra er að finna það sem skarar fram úr í grafískri hönnun og myndskreytingum á Íslandi ár hvert. Innsendingar í keppninni eru dæmdar af fagfólki, grafískra hönnuða og myndskreyta sem er raðað í dómnefndir eftir sínu sérsviði. Í hverri dómnefnd er svo skipaður formaður og tryggt er að í nefndinni séu einstaklingar úr ólíkum áttum og að kynjahlutfall sé jafnt.
Þátttaka í keppninni í ár var aðeins minni en á árinu á undan, en nú voru innsendingar um 400 talsins sem skiptast niður í 21 flokk. Helstu ástæður fyrir fækkun á innsendingum eru vegna minni aðsóknar í nemendaflokk en þar fóru innsendingar úr 30 í 10 á milli ára. Sú þróun er ekki jákvæð þróun því FÍT leggur mikið upp úr því að halda sterku sambandi við nemendur og er fulltrúi nemenda í stjórn FÍT á hverju ári.
Dómnefndin dæmir eingöngu út frá faglegum forsendum og verðlaun eru aðeins veitt ef verk þykir vera framúrskarandi og því ekki sjálfgefið að verðlaun séu veitt í öllum flokkum. Sömuleiðis er á valdi dómnefndar að ákveða hvort veittar séu viðurkenningar og hversu mörg verk hljóti tilnefningu í hverjum flokki. Breytingar voru gerðar á dómnefndarstörfunum í ár, en stærsta breytingin var sú að dómarar voru búnir að fara yfir öll verkefni hver í sínu lagi, áður en kom að dómnefndardeginum. Mikil ánægja var meðal dómara með þetta breytta fyrirkomulag sem skilaði sér í dýpri og faglegri umræðu um verkefnin. Það má því ætla að þessi breyting sé komin til að vera.
Fyrir hönd stjórnar FÍT þökkum við öllum þeim meðlimum og öðrum sem áttu verkefni í keppni 2021 fyrir sterkar og góðar innsendingar. Einnig fá dómarnir 25 góðar þakkir sem lögðu mikinn metnað í að velja það sem best þótti gert í grafískri hönnun á árinu.
Gísli Arnarson — Formaður FÍT
Dómnefnd
Auglýsingar
- Sigrún Gylfadóttir
Kontor Reykjavík
- Agga Jónsdóttir
Pipar/TBWA
- Guðmundur Bernhard
Hvíta Húsið
- Jón Ari Helgason
Brandenburg
- Júlía Hvanndal
Sahara
Myndlýsingar
- Georg Hilmarsson
CCP
- Linda Ólafsdóttir
Sjálfstætt starfandi
- Lára Garðarsdóttir
Aldeilis
- Rán Flygering
Sjálfstætt starfandi
- Snorri Eldjárn
Sjálfstætt starfandi
Mörkun
- Sigurður Oddsson
Hugo + Marie
- Einar Guðmundsson
Sjálfstætt starfandi
- Hrefna Sigurðardóttir
Sjálfstætt starfandi
- Júlía Runólfsdóttir
Sjálfstætt starfandi
- Ármann Agnarsson
Sjálfstætt starfandi
Prent
- Birna Geirfinnsdóttir
StudioStudio
- Einar Geir Ingvarsson
E&co.
- Eysteinn Þórðarson
Aton.JL
- Helga Dögg Ólafsdóttir
Sjálfstætt starfandi
- Ólafur Þór Kristinsson
Sjálfstætt starfandi
Skjár
- Atli Þór Árnason
Kolofon
- Bergþóra Jónsdóttir
Sjálfstætt starfandi
- Eyrún Eyjólfsdóttir
Sjálfstætt starfandi
- Friðlaugur Jónsson
Kolibri
- Rán Eysteinsdóttir
Noona