Út­skriftar­sýning fata­hönnunar­nema LHÍ

9. september 2020

Útskriftarsýning fatahönnunarnema frá Listaháskóla Íslands fór fram í beinni útsendingu á Vísi. Vegna heimsfaraldurs var brugðið á það ráð að hafa sýninguna með óhefðbundnum hætti en þetta var blanda af myndböndum og tískusýningu.

Þrír hönnuðir útskrifast frá deildinni að þessu sinni og eru það þær Birgitta Björt Björnsdóttir, Isabella Molina Lopez og Sædís Ýr Jónasdóttir. 

Þá mun afrakstur tískusýningarinnar, bæði upptaka af sýningunni og allur fatnaðurinn, vera sýndur á Gerðarsafni í Kópavogi frá og með klukkan 19:00 fimmtudaginn 3. september þar sem útskriftarsýning hönnunar- og arkitektúrdeildar Fjörtíu skynfæri fer fram. Sýningin stendur til 13. september og er aðgangur ókeypis.   

Leiðbeinendur lokaverkefna voru Linda Björg Árnadóttir, Cédric Rivrain, Anna Clausen, Anita Hirlekar og Soffía Dröfn Marteinsdóttir. Sýningarstjórn er í höndum Lindu Bjargar Árnadóttu

relateditems

Dagsetning
9. september 2020

Tögg

  • Greinar
  • Fatahönnun
  • Listaháskóli Íslands