Viðburðir fyrir matarunnendur á HönnunarMars
Nú er HönnunarMars á næsta leiti en á dagskrá hátíðarinnar í ár eru rúmlega 100 sýningar og 200 viðburðir. Það ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
HönnunarMars fer fram dagana 4. - 8. maí. Við höfum tekið saman þá viðburði sem gætu verið sérstaklega áhugaverðir fyrir matarunnendur.
On A Roll
Lady Brewery hefur gefið út bjórinn „Er þetta hönnun?“ í tengslum við HönnunarMars síðustu ár. Bjórinn er unnin í samstarfi við ólíka hönnuðu til þess að svara spurningunni „Hvað er hönnun?“ með þeirri von um að ná hugrænni tengingu við hluti sem við lítum á sem sjálfsagða. Í ár fékk Lady Brewery dúóið Gælu til þess að svara spurningunni og útkoman er snertibjór, bjór sem hægt er að klappa og smakka á.
MÁL/TÍÐ býður þér í:
Tveir ætir upplifunarviðburðir eftir Elínu Margot og Pola Sutryk, 7. og 8. maí í Norræna húsinu, þar sem gestir geta átt í líkamlegum samskiptum við matarhönnun. Í Carnal Dinner gefst gestum tækifæri á að upplifa sjö rétta smakkseðil sem rannsakar samband matar og munúðar en Waste Feast leyfir gestum að njóta veisluborðs sem einblínir að upplyfta því sem sem við alla jafna myndum flokka sem rusl.
in clay
Hönnunarstúdíóið innriinnri hefur unnið að rannsóknum á íslensku basalti og hvernig nýta megi það þegar unnið er í keramík. Á HönnunarMars í ár fer innriinnri í samstarf við matgæðingana á veitingastaðnum Brút, en Brút mun bera fram mat á diskum og skálum sem innriinnri hefur unnið úr leir og íslensku basalti.
UNDIRLAND - UPPSTREYMI
UNDIRLAND - UPPSTREYMI er samsýning s. ap. arkitekta og Gruggs & Makks. Ásmundarsalur breytist í barinn UNDIRLAND á HönnunarMars þar sem gestir geta kannað heim þar sem rennandi hraun er notað sem byggingarefni og örverur sem áður þrifust í nýlegum hraunbreiðum eru orðin grunnur fyrir villiölframleiðslu. Gestir verða hluti af heiminum með því að setjast niður á barnum, teyga villiöl samhliða því að móta og kanna hraunborgir í gegnum sýndarveruleika og tölvuspil.
Uppskeruhátíð Eldblóma
Verkið Eldblóm eftir Sigríðu Soffíu Níelsdóttur, dansara, hófst sem danssýning fyrir flugelda, umbreyttist svo flugeldasýningu úr blómum og breytist nú í nýjan líkjör sem unnin er úr blómunum - Elblóma elexír. Líkjörinn hentar sérstaklega vel til að blanda útí kampavín svo úr verður hinn íslenski spritz-drykkur. Það er ekki ólíklegt að gestir muni dansa eftir um þrjá drykki en boðið verður uppá danspörun samhliða smökkun.
Kaffiboð: studio allsber x sjöstrand
Sjöstrand og studio allsber bjóða til kaffiboðs! Kaffiboð eru í grunninn alltaf eins, kaffið er nauðsynlegur fasti þó veitingarnar breytist með tíð og tíma.
Skýjadiskar Ingu Elínar
Nýju skýjadiskar Ingu Elínar eru fyrir þá matarunnendur sem vilja skapa sína eigin veislu af hönnun og krásum heima fyrir, bæði á meðan HönnunarMars stendur og eftir að honum lýkur.
Kaffitárssafnið
Kaffi- og hönnunarþyrstir geta slegið tvær flugur í einum bolla en í annað sinn gefur Kaffitár út línu af einstökum handmáluðum kaffibollum í tilefni af HönnunarMars. Bollarnir eru handmálaða af Laufeyju Jónsdóttur teiknara og hönnuði hjá Kaffitári.