Elín Elísabet Einarsdóttir
Elín Elísabet er teiknari og listamaður sem starfar að mestu í Reykjavík og á Austurlandi. Hún stundar fjölbreytt störf svosem myndlýsingar, infógrafík, og snarteikningu ýmissa viðburða (sjá www.jafnodum.is). Hún fæst líka við málverk og veggmyndir. Elín hefur sérhæft sig í að greina flóknar upplýsingar og koma þeim á auðskilið, myndrænt form í gegnum teikningu og aðrar miðlunarleiðir. Elín er annar af stofnendum Nýlundabúðarinnar (www.instagram.com/nylundabudin).
Myndasögur til útskýringar á jarðvegi og starfi Jarðgerðarfélagsins, 2021. Nánar á miðlum Jarðgerðarfélagsins
Teikning við smásögu Dags Hjartarsonar í Iceland Review, 2020.
Teikning fyrir sameiningavef sveitarfélagaráðuneytisins. Unnin með Rán Flygenring, 2022
Úr fræðslumyndbandi um Hringrásarhagkerfið. Elín Elísabet, Rán Flygenring og Sebastian Ziegler fyrir Austurbrú, 2021
Hótel Nýlundabúðin, samstarf með Rán Flygenring, Borgarfirði eystri 2021
Teikning fyrir Reykjavíkurborg, fræðslukerfið Torgið, 2021
Nýlundabúðin, samstarf með Rán Flygenring, Borgarfirði eystri, 2020
Margir hattar, 2021