Arnar Grétarsson - ARG architects
Arnar Grétarsson lauk BA námi við LHÍ ásamt önn frá Academy of Fine Arts Vienna árið 2016 og MA við AHO árið 2020. Hann stofnaði arkitektastofuna ARG architects árið 2021 þar sem áhersla er lögð á vistkerfið frá efnum til gæða rýmis. Sagan, ásamt lífverum og efnum staða, eru helstu áhrifavaldar við mótun bygginga. Þessir þættir leggja grunn að byggingarlist sem fléttar sig við vistkerfið í tíma og rými. Arnar hefur einnig verið að kenna arkitektúr, MA og BA við LHÍ frá 2021.