Aldís Yngvadóttir
Í leirlist fæst ég jöfnum höndum við skúlptúr og nytjahluti bæði rennda og handmótaða. Mér finnst gaman að prófa nýja hluti og gera tilraunir með form og áferð. Staðbundin hráefni heilla mig og endurspeglast það í vinnu minni með íslenskan leir og jarðefni. Þannig gefst tækifæri til að að hafa sjálfbærni að leiðarljósi í sköpuninni.
Skúlptúrvasi /-skál, rennd og handmótuð úr steinleir
Handmótaður vasi úr steinleir
Handmótaðir vasar úr steinleir
Hulduverur - steinleir
Hulduverur - steinleir
Handmótaður vasi úr íslenskum leir
Skúlptúr úr íslenskum leir og gjalli
Skúlptúrar úr íslenskum leir og gjalli