Hjördís Sóley Sigurðardóttir
Hjördís Sóley er með MS gráðu í arkitektúr frá TU Delft og MS gráðu í umhverfis- og auðlindafræði frá HÍ.
Í dag starfar Hjördís undir merkjum HSS // arkitekt. Hjördís var stofnandi og rak stofuna Ydda arkitektar ásamt Hildi Ýr á árunum 2013-2020. Samhliða stofunni kennir Hjördís arkitektanemum stúdíó og fræðikúrsa í LHÍ.
Leiðarljós Hjördísar er að auka lífsgæði og vellíðan einstaklinga sem og samfélaga með rýmislegum gæðum og efnum í sátt við umhverfið.