Arna Mathiesen / Apríl Arkitektar
Arna útskrifaðist með meistaragráðu í arkitektúr frá Princeton háskóla 1996 og var einn tveggja stofnenda Apríl Arkitekta árið 2003. Arna teiknar hús í öllum stærðarflokkum og tekur að sér skipulagsverkefni í borgum og bæjum við hina löngu strandlengjur Íslands og Noregs. Verk Apríl Arkitekta hafa hlotið margvíslegar viðurkenningar og eru þau notuð til fyrirmyndar í bæklingum hins opinbera í Noregi fyrir góðar og framsýnar lausnir.
Skrifstofubygging frá ca. 1960 í eldri byggð sem nýtur verndar, stækkuð og breytt í fjölbýlishús
Sumarbústaður við ónefnt vatn á Íslandi
Innsetning um heita pottinn sem félagslegt borgarrými á borgartvíæring í Kóreu 2019
Naglabær, fjölbýlishús með 156 íbúðum tilnefnt til arkitektaverðlauna Oslóar 2018
Nýtt hverfi byggt kringum gróðurhús, úr vinningstillögu í Europan7; opinni evrópskri samkeppni um nýsköpun í íbúðabyggð og borgarskipulagi.
Hverfi í Stavangri, 72 íbúðir í raðhúsum.