Arnhildur Pálmadóttir / s. ap arkitektar
s. ap arkitektar/studio arnhildur pálmadóttir er ung en reynslumikil arkitektastofa með skapandi og vinnusamt teymi sem starfar á mörkum hönnunar, tækni og vísinda. Verkefni stofunnar eru bæði hefðbundin arkitekta- og hönnunar verkefni en einnig tilraunakennd rannsóknarverkefni þar sem farið er framhjá núverandi kerfum og horft til tækni framtíðarinnar með það að markmiði að þróa nýjar aðferðir tengdar mannvirkjagerð og sporna við áhrifum hennar á loftslagsbreytingar.