Guðný Sara Birgisdóttir
Guðný Sara Birgisdóttir lauk BA prófi frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2018 og hefur MA gráðu frá hönnunardeild sama skóla. Guðný vinnur með innsetningar, tvívíð verk, videó- og hljóðverk og hefur lagt áherslu á rannsóknir og getgátuhönnun byggða á niðurstöðum. Guðný skoðar umhverfi mannsins, frásagnir, framleiðsluferla og efnisnotkun, og vinnur með líkamleg og tilfinningaleg rými, en markmið hennar er að búa til umhverfi sem vekja samræður.