Kjartan Óli Guðmundsson
Ég er menntaður matreiðslumaður með yfir 10 ára reynslu, og rek pop-up viðburði undir nafninu Borðhald. Í matreiðslu legg ég áherslu á að vinna með hráefni úr nærumhverfi á skapandi hátt og að búa til tengingu milli neytanda og hráefnis. Ég lauk BA- gráðu úr Vöruhönnun frá L.H.Í 2019. Í hönnun vinn ég aðallega með mat, í víðasta skilningi þess orðs. Ég hugsa mikið um samspil manns og umhverfis og undanfarið hafa örverur og nýtingarmöguleikar þeirra átt hug minn allan.