Theodóra Alfreðsdóttir
Theodóra lauk BA námi frá Listaháskóla Íslands árið 2012 og MA gráðu frá Royal College of Art í London 2015. Verk hennar snúast um þá sögu sem hlutir geta sagt okkur; hvernig þeir geta verið til vitnis um framleiðsluferlið sem þeir fóru í gegn um, sagt til um hvað gerðist milli vélar, verkfæris, handverksmanns og efni s með það að leiðarljósi að endurskoða gildi efnisheimsins í kring um okkur.
Hugmyndin með Composition Light var að láta tvö grunnhráefni, stein og málm kallast á með notkun ólíkra forma og ljóss, en skapa sem minnsta úrgang á sama tíma.
Verkefnið er ferlisdrifin rannsókn sem skoðar möguleika á smávægilegum inngripum í mótagerð með eftirlíf móta að leiðarljósi.
Samstarf með Tino Seubert. Sería sem samanstendur af hangandi ljósi og veggljósum sem geta verið sett saman á mismunandi hátt og myndað þannig áhugavert landslag.
Lampi fyrir Fólk. Endurunnin bómull og LED
Framhald af mótarannsóknum, hér er notast við eitt mót sem hægt að stafla á mismunandi vegu til þess að búa til einstök borð - nýr þankagangur varðandi keramik mót en þau búa venjulega til sama hlutinn aftur og aftur.