Aftur á forsíðu
- English
- Íslenska
Valdís Steinarsdóttir
Valdís Steinarsdóttir leggur áherslu á efnisrannsóknir og á að finna vistvænar lausnir á vandamálum nútímans.
Með verkefnum sínum leitast hún við að skapa umræðu og vekja fólk til umhugsunar, og koma á jákvæðum samfélagslegum breytingum með hönnun sinni.
Shape.Repeat
Í stað þess að klippa út snið og sauma saman er fljótandi náttúrulegu efni hellt í tvívítt form. Þegar efnið þornar er flíkin að mestu tilbúin.
Við þessa framleiðsluaðferð verður ekkert umfram-efni t.d. afklippur.
Torg í Speglun er hönnunarverk sem þjónar hlutverki almenns áningarstaðs og sem innsetningarverk sem brýtur upp sjónlínur áhorfendans.
Verkið er unnið í samstarfi við Arnar Inga Viðarsson.
Just Bones er þróun á sterku náttúrulegu efni sem unnið er eingöngu úr beinum. Beinin eru möluð og mismunandi eiginleikar þeirra nýttir til að vinna efni sem hefur aflfræðilega eiginleika á við MDF timbur.
Verkefnið Bioplastic Skin felst í því að þróa og hanna umhverfisvænar umbúðir úr dýrahúðum sem nota má til að pakka kjötvörum.