Búi Aðalsteinsson / Grallaragerðin
Mannyrkjustöðun er könnunarleiðangur í upplifun. Þar sem þátttakendum gefst færi á að tengjast sinni innri plöntu.
Unnið með Hrefnu Lind Lárusdóttur
Brauðmót er tilraun við mótagerð, þar sem brauð er notað í stað hefðbundnari gifsmóta. Tilraunin leiddi af sér fjölbreyttar og áhugaverðar niðurstöður.
Photos by: Ragna @mstudioreykjavik
Í verkefninu HEIMA er áhersla lögð á sjónarmið barna og sögðu börn frá upplifun sinni af því að koma til Íslands og sækja um alþjóðlega vernd. https://www.verkefnidheima.com/islenska
Stússað í steininum var vekefni sem unnið var í samvinnu við fangelsið á Litla Hrauni og Listaháskóla Íslands. Í verkefninu var unnið að hönnun hluta fyrir vinnustofur fanga með það að leiðarljósi að bæta starfsánægju og -færni.
Grænmetismálaráðuneyti (2015) var samvinnuverkefni fyrirtækja, stofnana, bænda, hönnuða og hönnunarnemenda við að kortleggja grænmetisrækt á Íslandi og skoða möguleika í bættri nýtingu affallsafurða.