Ragnheiður Björk Þórsdóttir
Tilraunakenndur vefnaður í vefstól, myndvefnaður og stafrænn vefnaður eru aðal miðlar mínir og ég vinn mest sem veflistamaður. Ég get unnið bæði mjög stór verk og lítil verk inn í ákveðin rými, sýningarsali eða stofnanir. Ég nota allskonar þræði, náttúrulega og gerfiþræði, kopar og plast.
Þrástef – vaðmál 2/2,
Efni: Hör og Einband
Tækni: Ofið í gagnbindingarvefstól
Stærð: 45 x 45 cm
Lífblóm
2021
Verkið er ofið í stafrænum vefstól úr ull, bómull og hör.
Stærð: 110 cm x 140 cm
Verk unnið í tækni röggvarfeldarins sem heitir ,,Álfafeldur" unnið í ullarband og togþræði. Þessi gamla vefnaðartækni var notuð hér á landi frá landnámi og upp á 14. öldina og eingöngu ofið í kljásteinavefstað.
Verkið Brotið blað er ofið í TC2 stafrænum vefstól og er það helgað valdeflingu kvenna í byrjun 20. aldarinnar og aftur í byrjun þeirrar 21. Verkið er unnið út frá auglýsingu um Handavinnunámskeið kvenna á Akureyri árið 1916.
Verk ofið í rýjatækni, ,,Handgerðar hendur" 2019
Stærð: 70 x 85 cm