Miðstöð hönnunar og arkitektúrs vinnur að því að efla og auka samstarf milli hönnuða og arkitekta annars vegar og fyrirtækja, stofnana og stjórnvalda hins vegar. Starfsmenn Miðstöðvarinnar sinna ráðgjöf og reyna eftir bestu getu að greiða leiðir þeirra sem eru að leita að samstarfsaðilum að sviði hönnunar og arkitektúrs. 


Miðstöð hönnunar og arkitektúrs veitir ráðgöf varðandi fagleg valferli og stendur fyrir samkeppnum af fjölbreyttum toga í samstarfi við fyrirtæki og opinbera aðila á sviði hönnunar og á þverfaglegu sviði hönnunar og arkitektúrs. Samstarf við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs tryggir fagmennsku, gæði og þátttöku íslenskra hönnuða.

Arkitektafélag Íslands og Félag íslenskra landslagsarkitekta standa fyrir samkeppnum á sínum fagsviðum.