Stefnumótunarfundur Arkitektafélags Íslands

Laugardaginn 1. febrúar verður stefnumótunarfundur AÍ haldinn í salnum Fenjamýri í Grósku kl. 15:00-19:00
Formleg dagskrá er frá 15:00-17:30 - að því loknu verður boðið upp á drykki, snittur og stuð.
Gögn fyrir fundinn:
Stefnur á Norðurlöndunum. Athugið að þýðingin er mjög gróf - og aðeins hugsuð til að fá hugmynd um hvernig stefnur systurfélaga AÍ í Danmörku, Svíþjóð og Noregi eru. Íslenska útgáfan er hægra megin í skjalinu.
Hér er skjal þar sem hægt er að setja inn hugmyndir að köflum í stefnuna og/eða drög að texta.
Dagskrá
15:05 Formaður AÍ býður öll velkomin
15:10 Stefnur systurfélaga á Norðurlöndunum kynntar
15:20 Tillögur að köflum stefnunnar ræddar
15:30 Kosið um kafla: Inni/úti
15:35 Rithópar um kafla myndaðir. Þeir sem hafa áhuga á að fjalla um málefni a) fara í a hóp o.s.frv.
17:00 Hópar kynna texta síns kafla
17:20 Óskað eftir 2-3 sjálfboðaliðum til að hreinrita stefnuna og yfirfara fyrir aðalfund
17:30 Stefnumótunardegi slitið
17:31 Drykkir, snittur og stuð