Félagið
Tilgangur
Meðlimir í FÍT eru meðlimir í Hönnunarmiðstöð og Myndstef. Einnig fá þeir lægri innsendingargjöld í FÍT verðlaunin.
Árgjald er 15.000 kr. og er greitt í gegnum heimabanka í upphafi árs.
Stjórn FÍT 2023–2024
Alexander Le Sage de Fontenay
Félag íslenskra teiknara Stjórnarmeðlimuralexjean1991@gmail.comAnton Jónas Illugason
Elías Rúni
Félag íslenskra teiknara Fulltrúi Fyrirmyndarmail@eliasruni.isElís Gunnarsdóttir
Félag íslenskra teiknara Stjórnarmeðlimurelisgunnars@proton.meGísli Arnarson
Sif Svavarsdóttir
Félag íslenskra teiknara Nemendafulltrúi
Félagsaðild
Til að gerast félagi í FÍT verður viðkomandi að hafa lokið þriggja ára námi í grafískri hönnun eða myndlýsingum við Listaháskóla Íslands (áður MHÍ), Myndlistaskóla Akureyrar eða í sambærilegum skóla erlendis. Undanþágur eru veittar fyrir þau sem sannað geta kunnáttu sína með mismunandi vinnusýnishornum og hafa aðaltekjur sínar af þessari atvinnugrein.
Nemar í viðurkenndu námi í grafískri hönnun eða myndlýsingum greiða ekki félagsgjöld meðan á námi stendur. Fyrsta ár eftir útskrift er greitt ½ árgjald.
ADC*E
FÍT er aðildarfélagi að Art Directors Club of Europe eða ADC*E sem eru samtök félaga evrópskra hönnuða og auglýsingagerðarfólks. Verk sem vinna til verðlauna í hinni árlegu FÍT keppni öðlast þátttökurétt í alþjóðlegri samkeppni ADC*E þar sem það besta í grafískri hönnun og auglýsingagerð í Evrópu er verðlaunað ár hvert. Keppnin er dæmd af um 50 fagaðilum alls staðar að úr Evrópu, en FÍT sendir árlega dómnefnd úr röðum félagsins. Formaður FÍT á sæti í stjórn ADC*E.
Heimasíða ADC*E: www.adceurope.org
Merki félagsins
Merki FÍT er hannað af Atla Hilmarssyni, sem sigraði í samkeppni sem var haldin meðal félagsmanna árið 1993 þegar FÍT varð 50 ára. Merkið er byggt á letrinu Akzidenz Grotesk. Ásamt merkinu skilaði Atli einnig inn útliti fyrir helsta kynningarefni félagsins, svo sem nafnspjöld, bréfsefni, umslög, fréttabréf og fleira.