We Live Here
WE LIVE HERE er samstarfsverkefni Hönnunarmiðstöðvar Íslands og Design Forum Finland, sem átti sér stað á Hönnunarvikunni í Stokkhólmi 201. Markmið WE LIVE HERE er að kanna nýjar leiðir til að kynna norræna hönnun á alþjóðavettvangi.
Íslenskir og finnskir hönnuðir rugluðu saman reytum og hófu sambúð á hönnunarvikunni í Stokkhólmi árið 2015. Flutt var í fallega íbúð í miðborg Stokkhólms, en íbúðin var í senn sýningar- og viðburðarrými. Heimilið endurspeglaði norræna lifnaðarhætti þar sem allt innbú samanstóð af framúrskarandi hönnunarmunum frá báðum þjóðum. WE LIVE HERE var því hvor tveggja sýning á íslenskri og finnskri samtímahönnun sem og vettvangur fyrir hönnuði til þess að efla tengslanet sitt og kynnast norrænu hönnunarsenunni, en ýmsir viðburðir voru í gangi í íbúðinni á meðan sýningunni stóð.
Sem dæmi um þátttakendur í verkefninu má nefna Harri Koskinen, Katrin Olina, Kustaa SaksiogVík Prónsdóttir. Þar að auki voru hönnuðir sem eru leiðandi í sænsku hönnunarsenunni, á borð við Monica Förster, TAF Architects, Färg & Blanche, Form Us With Love og Katrin Greiling sem tóku þátt í verkefninu og buðu norræna nágranna sína velkomna.
Markmið sýningarinnar var að endurspeglar flutninga, og beina m.a. sjónum að því hvernig tveir samskonar hlutir mætast þegar tveir einstaklingar hefja sambúð. Sýningastjórar voru Hlín Helga Guðlaugsdóttir, Elina Aalto og Marika Tesolin.
Við miðlum viðfangsefnum í gegnum hluti og verkefni líðandi stundar. Skoðum hvað er líkt - og ólíkt í form-tungumáli finnskrar og íslenskrar hönnunar, sambandi okkar við efniviðinn, iðnaðinn, og nálgun í hönnun. Vinnuferlið leiddi í ljós sterk þemu sem mynda samstæður, andstæður og áhugavert samtal sem leiddi okkur í valinu á munum inn á heimilið. Sýningin er ekki yfirlitssýning hönnunar þessara tveggja landa, heldur tilraun til að fara yfir sviðið og sýna breiddina í grófum dráttum.
Við höfum leitast við að leggja áherslu á það sem er áhugavert í dag, í stað þess að einblína á það sem er „nýtt” eins og oft nær yfirhöndinni í umræðu um hönnun. Með þessari nálgun vonumst við til að varpa ljósi á styrkleika íslenskra og finnska hönnuða, hvers þeir eru megnugir og erindi þeirra á norrænu hönnunarsenunni í dag.
WE LIVE HERE er spennandi samstarfsverkefni milli norrænna kynningarmiðstöðva á sviði hönnunar. Tilgangurinn er að kynna norræna hönnun á nýjan og markvissan hátt. Þátttakendur taka þátt í verkefninu á jafnréttisgrundvelli þar sem stefnumótið sjálft og mannlegar hliðar þess er útgagnspunkturinn.
Verkefnið miðar að því að búa til stærri samstarfsverkefni milli hönnunarmiðstöðva frá öllum Norðurlöndum sem vinna að því sameiginlega markmiði að kynna norræna hönnun, lífsstíl og gildi – og skoða sameiginlega framtíð okkar á alþjóðavettvangi.
Þátttakendur
Sýningin beinir sjónum að öllum hliðum hönnunar, enda er hönnun veigamikill hluti af tilveru okkar, svo sem húsgögn, vörur, matur og tíska. Hönnuðir og hönnunarfyrirtæki í WE LIVE HERE verkefninu voru:
Uppfært eftir sýningu: Smelltu hér til að sjá þátttakendur WE LIVE HERE 2015
Finnland
Harri Koskinen, Mari Isopahkala, Com-pa-ny, Klaus Haapaniemi, Artek, Kustaa Saksi, HEM, Katriina Nuutinen, Kasper Nyman, Maija Puoskari, Samuji, Mika Tolvanen, Saana ja Olli, Aalto+Aalto, Hanna Anonen, Kirsi Enkovaara, Error Collective, Mikko Laakkonen, Teemu Keisteri & Bros, Linda Linko, Mandy Yau, MBorn, Choice, Iina Vuorivirta, Teemu Järvi, Poiat, Flora & Laura, Minna Parikka, R/H, CTRL, Kuula + Jylhä and POP table.
Ísland
Katrin Olina, Þórunn Arnadóttir, Vík Prjónsdóttir, Brynjar Sigurðarson, Dora Hansen, Dögg Design, Garðar Eyjólfsson, Færið, Siggi Eggertsson, Tinna Gunnarsdóttir, Sigga Heimis, Hanna Dís Whitehead, HAF Studio, Hugdetta, Scintilla, Snæfrið & Hildigunnur, Ihanna, Sigga Rún, Anna Thorunn, Studio Bility, GO FORM, Berlinord, Marymary, Postulina, Umemi, Leynivopnið, Volki, Águsta Sveinsdóttir, Rúna Thors & Hildur Steindórsdóttir, STAKA, Kría Jewelry and Fiona Cribben, Dóra Hansen, Færið og Crymogea.
Svíþjóð
Monica Förster, TAF Architects, Färg & Blanche and Katrin Greiling, Form Us With Love.
Hljóðmynd heimilisins var unnin af Lexter. Tónlist á vegumNordic Playlist,sem Nordic Music Exchange skipuleggur. Dýrindis matur framreiddur á heimilinu, hannaður af íslenskum og finnskum kokkum,Sami TallbergogFannari Vernharðssyni, og eldhússkáparnir voru fylltir af fögrum Iittala borðbúnaði. Að sýningu lokinni voru sýningargripirnir seldir á uppboði sem skipulagt var af Lauritz.
Viðburðir
Fjöldi áhugaverðra viðburða fóru fram í íbúðinni en einnig var boðið upp á skemmtilegar vinnusmiðjur yfir helgi.
Hægt er að sjá myndir frá helstu viðburðunum á Facebook síðu We Live Here - hér.
Fjölskyldan
WE LIVE HERE er samstarfsverkefni kynningarmiðstöðva á sviði hönnunar Design Forum Finland og Iceland Design Centre í samstarfi við sænska fyrirtækið Codesign. Sýningastjórar og hönnuðir sýningarinnar eru Elina Aalto, Marika TesolinogHlin Helga Gudlaugsdóttir. Ásýnd og grafísk hönnun er eftir Sigga Odds og listrænt samstarf og ráðgjöf er í höndum Sanna Åkerlund Gebeyehu, frá Codesign.
Design Forum Finland kynnir mikilvægi hönnunar á öllum sviðum með það að markmiði að ýta undir verðmætasköpun og samkeppnishæfi í efnahagslífi og samfélagi. DFF er í eigu the Finnish Society of Crafts and Design sem eru næst elstu hönnunarsamtök í heiminum, stofnuð 1875.
www.designforum.fi
Hönnunarmiðstöð Íslands er kynningarmiðstöð íslenskrar hönnunar og arkitektúrs. Meginhlutverk Hönnunarmiðstöðvar er að efla skilning þjóðarinnar á mikilvægi hönnunar fyrir samfélagið og íslenskt efnahagslíf og ýta undir á þá miklu verðmætasköpun sem getur falist í íslenskri hönnun fyrir þjóðfélagið allt. Hutverk hönnunarmiðstöðvar er að vinna að framgangi og uppbyggingu á öllum sviðum hönnunar á Íslandi frá arkitektúr til fatahönnunar, grafískrar hönnunar og vöruhönnunar. Hönnunarmiðstöð er í eigu níu félaga íslenskrar hönnunar og rekin að hluta fyrir styrk frá íslenskum stjórnvöldum.
Bestu vinir
Arkitektastofan Codesign var stofnuð fyrir um 20 árum síðan. Í dag starfa þar 30 starfsmenn með fjölbreytta reynslu á breiðu sviði hönnunar, arkitektar, vöruhönnuðir, grafískir hönnuðir, verkefnastjórar og fólk sérhæft í ráðgjöf, upplýsingamiðlun, kynningamálum og breytingastjórnun.www.codesign.se
Svensk Form (the Swedish Society of Crafts and Design) er kynningamiðstöð sænskrar hönnunar í Svíþjóð og á alþjóðavettvangi. SF er sjálfseignarstofnun sem vinnur í umboði sænskra stjórnvalda.
www.svenskform.se
Stockholm Design Week og Stockholm Furniture & Light Fair er stærsta sýningin á norðurlöndum fyrir norrænu hönnunarsenuna.
www.stockholmdesignweek.com
www.furniturelightfair.se
Tengiliðir:
Verkefnastjórar:
Tanja Sipilä, Design Forum Finland | tanja.sipila@designforum | FI +358 400776786
Sari Peltonen, Iceland Design Centre | sari@icelanddesign.is | ISL +354 8629324
Listrænn stjórnandi:
Sanna Gebeyehu www.codesign.se
Sýningarstjórar:
Marika Tesolin marika@from.fi
Elina Aalto elina@aaltoaalto.com
Hlin Helga Gudlaugsdóttir hlin.helga@me.com
Grafísk hönnun:
Sigurdur Oddsson www.siggiodds.com
www.we-live-here.org
www.facebook.com/welivehere2015
instagram.com/welivehere2015
#welivehere