2024 fjölbreytt og frábært ár
Árið 2024 hefur verið árangursríkt í Miðstöð hönnunar og arkitektúrs með fjölbreyttum verkefnum og frábærum viðburðum
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sendir hátíðarkveðjur og bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Við þökkum vinum, velunnurum og öllu okkar góða og fjölbreytta samstarfsfólki innilega fyrir gott og viðburðaríkt ár.
Vöndum valið - veljum íslenska hönnun fyrir jólin
Nú líður senn að jólum og á þessum tíma árs er tilvalið að kynna sér þá fjölbreytni og grósku sem er að eiga sér stað í íslenskri hönnun. Hér á heimasíðu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs er að finna aðgengilegt yfirlit yfir verslanir sem selja íslenska hönnunarvöru, bæði búðir sem selja vörur frá ólíkum hönnuðum, hönnuðir sem eru að selja sjálfir sem og netverslanir.
Anders Vange hannar jólakött Rammagerðarinnar 2024
Hinn árlegi jólaköttur Rammagerðarinnar er kominn til byggða fimmta árið í röð en að þessu sinni var hönnun hans í höndum Anders Vange, glerlistamanns.
Hönnunartengdir viðburðir í vikunni
Það styttist óðum í jólin og er nú fjórða helgi í aðventu framundan, hér er yfirlit yfir hönnunartengda viðburðadagskrá vikunnar. Góða skemmtun!
Opið kall / Leirnámskeið: “Out of Clay and Wood”. Náttúruleg efni í arkitektúr framtíðarinnar
Langar þig að kanna möguleikana sem leir býður upp á fyrir hönnun og arkitektúr? Í lok janúar verður haldið 5 daga leirnámskeið í Póllandi þar sem unnið verður með bæði íslenskan og pólskan leir, þátttakendur verða leiddir í gegnum ferlið allt frá undirbúningi leirsins til hönnunar á eigin verki.
Opið fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð
Opið er fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð. Um er að ræða fyrri úhlutun ársins 2025 en umsóknarfrestur rennur út þann 29. janúar 2025. Hægt er að sækja um þrjár tegundir styrkja auk ferðastyrkja. Úthlutun fer fram 27. febrúar 2025.
Hönnunarhugsun í smáskömmtun, námskeið á nýju ári
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs býður upp á námskeið fyrir hönnuði og arkitekta í hönnunarhugsun undir heitinu „Design Thinking Microdose“ sem R. Michael Hendrix, þekktur bandarískur hönnuður og fyrrverandi hönnunarstjóri hjá IDEO leiðir námskeiðið. Michael flutti nýlega til landsins og rekur eigið nýsköpunar- og hönnunarfyrirtæki, Huldunótur.
Fjölbreyttir hönnunartengdir viðburðir í vikunni
Nú er þriðja helgi í aðventu framundan með fjölda viðburða fyrir öll. Hér er yfirlit yfir hönnunartengda viðburðadagskrá vikunnar. Góða skemmtun.
Öflugt ráðuneyti menningar og skapandi greina
Breiðfylking samtaka, fyrirtækja og einstaklinga úr skapandi greinum, menningu og listum hvetur forystufólk stjórnmálaflokka sem nú hugar að myndun nýrrar ríkisstjórnar til að standa vörð um ráðuneyti menningarmála og festa það í sessi.
Fjölbreyttir hönnunartengdir viðburðir um helgina
Önnur helgi í aðventu er framundan með fjölda viðburða fyrir öll. Hér er yfirlit yfir hönnunartengda viðburðadagskrá helgarinnar. Góða skemmtun.
11 hönnuðir hljóta listamannalaun 2025
Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum og úthlutuðu 56 mánuðum til 11 hönnuða. Alls bárust 67 umsóknir og sótt var um 520 mánuði. Sigmundur Páll Freysteinsson, Íris Indriðadóttir og og Arnar Már Jónsson eru meðal þeirra hönnuða sem hljóta starfslaun hönnuða árið 2025.
Erindrekar x HAKK - dúnmjúk opnun
Þann 12. desember opnar HAKK, hönnunargallerí dyrnar að Óðinsgötu 1 í Reykjavík. Á þessari fyrstu dúnmjúku opnun HAKK stígur hönnunartríóið Erindrekar á stokk með fylgihluti úr æðardúni frá Skálanesi í Seyðisfirði.
Hönnunarteymið Flétta, þær Birta Rós Brynjólfsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir hönnuðu Amnesty sokkana í ár.
Amnesty sokkarnir fóru í sölu í dag, 28. nóvember. Þær Birta Rós Brynjólfsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir hjá hönnunarteyminu Fléttu hönnuðu sokkana í ár.
Hönnunartengdir viðburðir um helgina
Nú er fyrsta helgi í aðventu framundan með fjölda viðburða fyrir alla. Hér er yfirlit yfir hönnunartengda viðburðadagskrá helgarinnar. Góða skemmtun.
Katrín Alda hlýtur Indriðaverðlaunin 2024
Indriðaverðlaunin voru haldin hátíðleg þann 25. nóvember síðastliðinn. Handhafi verðlaunanna að þessu sinni var Katrín Alda Rafnsdóttir fyrir skó -og fylgihlutamerki sitt Kalda.
Frumsýning vörulínunnar BAÐ í Epal Skeifunni
Vörulínan BAÐ verður frumsýnd í Epal Skeifunni, miðvikudaginn 27. nóvember milli klukkan 17:00 – 19:00. BAÐ - íslensk baðmenning í hávegum höfð.
Jólamarkaður Saman í Hafnarhúsinu, laugardaginn 30. nóvember.
Jólamarkaður Saman ~ menningar og upplifunar markaðar verður haldinn í porti Hafnarhússins, laugardaginn 30. nóvember, milli 11:00 - 17:00. Einstakur markaður þar sem hönnun, myndlist, ritlist, sviðslist, matur og drykkur eru í forgrunni.
Hvatning frá Arkitektafélagi Íslands
Eitt af stóru málunum sem komandi ríkisstjórn þarf að takast á við eru húsnæðismálin, samfara kröfunni um þéttingu byggðar, umhverfisvernd og verðbólgu. Þessi mál eru síður en svo ný af nálinni, en árangurinn hefur verið misjafn.
Kosningafundur, samtal um skapandi greinar
Þann 6. nóvember var haldinn öflugur kosningafundur í stóra salnum í Grósku um málefni skapandi greina. Fulltrúar allra framboða til alþingiskosninga tóku þátt og sköpuðust líflegar umræður fyrir fullum sal áhugasamra gesta. Ágúst Ólafur Ágústsson hagfræðingur var kynnir og stýrði umræðum.
Rammagerðin opnar nýja verslun í sögufrægu húsi
Ný og glæsileg verslun Rammagerðarinnar að Laugavegi 31, var opnuð með pompi og prakt fimmtudaginn 14. nóvember síðastliðinn.
Málþing um tísku og umhverfi í Norræna húsinu
Málþing um tísku og umhverfi í Norræna húsinu föstudaginn 22. nóvember kl. 12.30 - 16:00. Að málþinginu standa fatahönnunarbraut Listaháskóla Íslands, Fatasöfnun Rauða krossins og Umhverfisstofnun.
Hönnunarsamkeppni Samtakanna ‘78 um tákn fyrir kynhlutlaus rými
Samtökin ‘78 í samstarfi við FÍT, Félag íslenskra teiknara og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, standa fyrir hönnunarsamkeppni um tákn fyrir kynhlutlaus rými, svo sem salerni, búningsklefa, sturtuaðstöðu o.fl.
Framúrskarandi fögnuður á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024
Það var mikið um dýrðir í Grósku þann 7. nóvember þegar Hönnunarverðlaun Íslands voru afhent með pompi og pragt. Dagurinn hófst á því að gestir fengu góða innsýn inn í þau níu framúrskarandi og fjölbreyttu verkefni sem tilnefnd voru til verðlaunanna í ár í þremur mismunandi flokkum. Í kjölfarið var svo verðlaunaafhending með tilheyrandi fögnuði
Smiðja, skrifstofubygging Alþingis er Staður ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024
Smiðja, skrifstofubygging Alþingis eftir Studio Granda er verðlaunahafi í flokknum Staður á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024. Smiðja er borgarhús í hæsta gæðaflokki sem ber íslensku hugviti og handverki glæsilegt vitni.
Krónan hlýtur viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun 2024
Krónan hlýtur viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024 og er til fyrirmyndar í margvíslegu samstarfi sínu við hönnuði, þar sem rauði þráðurinn er aukin umhverfisvitund og sjálfbærni.
Börnin að borðinu er Verk ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024
Börnin að borðinu eftir Þykjó er verðlaunahafi í flokknum Verk á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024 fyrir að vera frumlegt og áhugavert dæmi um hvernig hægt er miðla hugmyndum barna og ungmenna að alvöru og virðingu með að leiðarljósi að gefa þeim rödd og virkja til áhrifa.
Peysan James Cook er Vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024
Peysan James Cook, unnin í samstarfi Helgu Lilju Magnúsdóttur fatahönnuðar og Stephan Stephensen listamanns, fyrir BAHNS, er verðlaunahafi í flokknum vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024 fyrir að vera frábært dæmi um hvernig góð hönnun getur haft jákvæð félagsleg áhrif.
Prjónavetur í Listasafni Sigurjóns í Laugarnesi - FÖR sýning Andreu Fanneyjar Jónsdóttur, textílhönnuðar og klæðskerameistara.
Prjónavetur í Listasafni Sigurjóns í Laugarnesi hefst næstkomandi föstudag með FÖR sýningu Andreu Fanneyjar Jónsdóttur. Sýningaropnun er föstudaginn 15. nóvember, klukkan 17:00.
HönnunarMars 2025 - umsóknarfrestur lýkur á miðnætti þann 17. nóvember.
Opið er fyrir umsóknir á HönnunarMars 2025 sem fer fram í sautjánda sinn dagana 2. - 6. apríl. Vertu með! Umsóknarfrestur lýkur á miðnætti þann 17. nóvember 2024.
Fögnum framúrskarandi íslenskri hönnun 7. nóvember
Afhending Hönnunarverðlauna Íslands 2024 fer fram í Grósku þann 7. nóvember. Fyrir verðlaunaafhendinguna verður sjónum beint að þeim fjölbreyttu verkum sem hljóta tilnefningu í ár og gestum gefst tækifæri til að fá innsýn og taka þátt í samtali um þau.
Við kynnum til leiks fyrsta fyrirlesara á DesignTalks 2025 - Tryggðu þér miða í forsölu!
Hönnuðurinn Fernando Laposse kemur fram á alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks sem fer fram þann 2. apríl, undir þemanu Uppspretta
Misbrigði X - tískusýning nemenda á 2. ári í fatahönnun við Listaháskóla Íslands
Misbrigði X - tískusýning nemenda á 2. ári í fatahönnun við Listaháskóla Íslands verður haldin þann 2. nóvember í svarta kassanum, leikhúsrými Listaháskóla Íslands.
Grímur James Merry eru tilnefndar til Hönnunarverðlauna Íslands 2024
Grímur eftir hönnuðinn og listamanninn James Merry eru tilnefndar sem verk ársins á Hönnunarverðlaununum 2024. Verðlaunin fara fram í Grósku 7. nóvember.
Íslensk hönnun lýsir upp borgina
„Íslensk hönnun“ kynningarátakið lýsir upp höfuðborgina fjórða árið í röð þar sem nýstárleg, fjölbreytileg og litrík íslensk hönnun birtist og tekur yfir ljósaskilti höfuðborgarsvæðisins í heila viku.
Börnin að borðinu er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2024
Verkefnið Börnin að borðinu eftir Þykjó er tilnefnt sem verk ársins á Hönnunarverðlaununum 2024. Verðlaunin fara fram í Grósku 7. nóvember.
Félag íslenskra gullsmiða 100 ára: Gitte Bjørn
Sýning Gitte Bjørn býður áhorfendum í könnun á mannlegri upplifun, mannslíkamanum og ótal formum hans. Sýningin er andyri Norræna hússins og stendur til 1. nóvember.
Stafrænn gagnagrunnur fyrir byggingariðnað og útisýning innblásin af skáldskap hljóta hæstu styrki Hönnunarsjóðs
Seinni úthlutun ársins hjá Hönnunarsjóði fór fram í Grósku þann 22. október. 24 fjölbreytt verkefni á sviði hönnunar og arkitektúrs hlutu almenna styrki en 38,8 milljónir voru alls til úthlutunar. Alls bárust 89 umsóknir um almenna styrki þar sem samtals var sótt um tæpar 300 milljónir og 33 umsóknir um ferðastyrki.
Arnhildur Pálmadóttir hlýtur Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs
Arkitektinn Arnhildur Pálmadóttir hlýtur Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir þverfaglega nálgun og áherslu á minnkaða kolefnislosun og endurnýtingu byggingarefnis.
Annarsflokks tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2024
Verkefnið Annarsflokks eftir Stúdíó Erindreka og Sigmund Pál Freysteinsson er tilnefnt sem verk ársins á Hönnunarverðlaununum 2024. Verðlaunin fara fram 7. nóvember.
Spennandi námskeið á vegum Textílfélagsins
Japanskur útsaumur, náttúrulegur jólakrans og fleiri áhugaverð námskeið á vegum Textílfélagsins í október og nóvember 2024 - Allir velkomnir! Námskeiðin eru haldin á verkstæði félagsins á Korpúlfsstöðum.
Kerlingarfjöll Hálendismiðstöð tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2024
Kerlingarfjöll Hálendismiðstöð eftir Hönnunarteymi Bláa Lónsins, Basalt arkitekta og Design Group Italia er tilnefndur sem staður ársins á Hönnunarverðlaununum 2024.
Verðlaunin fara fram 7. nóvember.
Leiðsögn með dansdæmum á Hönnunarsafni Íslands
Sunnudaginn 20. október kl. 13:00 verður leiðsögn með dansdæmum um sýninguna Hönnunarsafnið sem heimili. Sigríður Sigurjónsdóttir, forstöðumaður safnsins og Sigríður Soffía Níelsdóttir, dansari og danshöfundur sjá um leiðsögnina.
Jólamarkaður Saman - opið fyrir umsóknir
Opið er fyrir umsóknir í SAMAN — Menning & upplifun sem fer fram í porti Hafnarhússins laugardaginn 30. nóvember á milli 11-17. Um er ræða vettvang þar sem hönnuðir, myndlistarmenn, matgæðingar og tónlistarfólk koma saman á skemmtilegum markaði þar sem ógrynni af fallegum vörum, drykkjum, matvöru og listaverkum af ýmsum toga verða til sölu fyrir jólin.
Smiðja er tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2024
Smiðja, skrifstofubygging Alþingis eftir Studio Granda er tilnefnd sem staður ársins á Hönnunarverðlaununum 2024. Verðlaunin fara fram 7. nóvember.
Þrístapar er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2024
Áfangastaðurinn Þrístapar í Vatnsdal í Húnavatnssýslu eftir Gagarín, Landslag og Harry Jóhannsson er tilnefndur sem staður ársins á Hönnunarverðlaununum 2024.
Verðlaunin fara fram 7. nóvember.
Samtal um verðmæti skapandi greina, nýsköpun og úthlutun Hönnunarsjóðs
Verið öll velkomin í Grósku þriðjudaginn 22. október á samtal um verðmæti skapandi greina og úthlutun Hönnunarsjóðs.
Eldgos er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2024
Bókin Eldgos eftir teiknarann, hönnuðinn og rithöfundinn Rán Flygenring er tilnefnd í flokknum vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024. Verðlaunin fara fram 7. nóvember.
James Cook tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2024
Peysan James Cook, unnin í samstarfi Helgu Lilju Magnúsdóttur fatahönnuðar og Stephan Stephensen listamanns, fyrir BAHNS, er tilnefnd í flokknum vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024.
Hljómkassar tilnefndir til Hönnunarverðlauna Íslands 2024
Hljómkassar eftir Halldór Eldjárn og Jón Helga Hólmgeirsson eru tilnefndir í flokknum vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024. Verðlaunin fara fram 7. nóvember.
Hæ/Hi opnar í Seattle
Margt var um manninn þegar Einar Þorsteinsson, borgarstjóri opnaði sýninguna Hæ/Hi: Designing Friendship í Seattle sem fór fram í tengslum við Taste of Iceland hátíðina þar í borg. Reykjavík og Seattle eru systurborgir og því við hæfi að borgarstjóri opnaði sýninguna sem snýst um vináttu.
25 ára afmæli Bleiku slaufunnar í Lofskeytastöðinni
Í tilefni af 25 ára afmæli Bleiku slaufunnar hefur verið sett upp sýning í Loftskeytastöðinni þar sem allar Bleiku slaufurnar sem framleiddar hafa verið á Íslandi verða til sýnis. Opnunarhóf laugardaginn 5. október kl. 14.
Forsala hafin á DesignTalks 2025
Búið er að opna fyrir forsölu á alþjóðlegu ráðstefnuna DesignTalks sen fer fram þann 2. apríl 2025 í Silfurbergi í Hörpu. Tryggðu þér miða á þennan vinsæla viðburð sem hefur farið fram fyrir fullu húsi undanfarin ár.
Elísa Jóhannsdóttir nýr framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands
Elísa Jóhannsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands og tekur við starfinu 1. október. Hún tekur við af Gerði Jónsdóttir sem hefur verið framkvæmdastjóri félagsins frá 2017.
HönnunarÞing á Húsavík
HönnunarÞing, hátíð hönnunar og nýsköpunar fer fram á Húsavík dagana 4 og 5 október annað árið í röð. Í ár er áherslan á tónlist og margvíslegar birtingarmyndir snertiflata hönnunar, nýsköpunar og tónlistar. Það verða sýningar, fyrirlestrar, tónleikar, námskeið og sitthvað fleira á dagskrá.
Flétta verðlaunaðar á Maison&Objet í París
Flétta, Hrefna Sigurðardóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir, voru á dögunum verðlaunaðar sem rísandi stjörnur á frönsku hönnunarvikunni Maison&Objet ásamt því að vera með sýningu þar sem þær frumsýndu ný ljós.
Innflutningsboð í Hönnunarsafni Íslands
Unnar Ari Baldvinsson, grafískur hönnuður, heldur innflutningsboð föstudaginn 27. september kl. 17 fyrir vinnustofudvöl í Hönnunasafni Íslands.
Theodóra Alfreðsdóttir sýndi skartgripalínu á London Design Festival
Vöruhönnuðurinn Theodóra Alfreðsdóttir frumsýndi nýja skartgripalínu sem hún hannaði fyrir skartgripamerkið POINT TWO FIVE sem fékk hönnuði og listamenn til liðs við sig til hanna nýjar línur, sem svo eru svo smíðaðar af gullsmiðum.
Leiðsögn og kynning arkitekta á sýningu um Keldnaland
Opinn fyrirlestur miðvikudaginn 25. september kl. 17:00 þar sem arkitektar frá FOJAB kynna vinningstillögu sína um þróun Keldnalands í Borgarbókasafninu í Spönginni.
Opnun: Örverur á heimilinu
Föstudaginn 27. september kl 17:00 opnar sýning Örverur á heimilinu í Hönnunarsafni Íslands. Örverur á heimilinu er hluti af sýningarröðinni Heimsókn á Hönnunarsafni Íslands.
Strik Studio hannar nýtt einkenni Alþingis
Nýtt myndrænt einkenni Alþingis, sem hannað er af Strik Studio, var kynnt á opnunarhátíð Smiðju þann 14. september síðastliðinn. Grafíkin vísar í hjarta Alþingis, þingsalinn þar sem ólíkar skoðanir mætast og komast að samkomulagi.
Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2024
Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands hefur hafið störf og hún er skipuð fagfólki frá ýmsum áttum. Yfir 100 ábendingar bárust dómnefnd í opnu kalli sem lauk í byrjun mánaðarins. Hönnunarverðlaunin fara fram við hátíðlega athöfn þann 7. nóvember næstkomandi.
Ha - hvað er að gerast?
Fjöldi fólks lagði leið sína í Grósku í síðustu viku á kynningarfund Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs þar sem farið var yfir farið var yfir helstu verkefni Miðstöðvarinnar framundan eins og Framtíðarsýn Hönnunarsjóðs, Hönnunarverðlaunin, HönnunarMars, DesignTalks, HA? og Feneyjartvíæringinn í arkitektúr 2025.
Listamannaspjall: Snert á landslagi
Fimmtudaginn 19. september fer fram sýning á jarðhæð Loftskeytastöðvarinnar á nokkrum verkum hönnuðarins Tinnu Gunnarsdóttur úr yfirstandandi doktorsverkefni hennar ásamt listamannaspjalli við hana og Guðbjörgu R Jóhannesdóttur, lektor við listkennsludeild Listaháskóla Íslands.
KJARTAN SVEINSSON: ÍSLENZK BLOKK
Fimmta árs nemar í arkitektúr við Listaháskóla Íslands opna sýningu tileinkaða verkum Kjartans Sveinssonar (1926-2014) fimmtudaginn 19. september í Epal gallerí. Sýndur verður afrakstur kortlagningar nemenda á höfundaverki Kjartans.
Arnar Halldórsson í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
Arnar Halldórsson, sköpunarstjóri (CD) og einn af eigendum á sköpunarstofunni Brandenburg,
hefur tekið sæti í stjórn Miðstöð Hönnunar og arkitektúrs.
Viltu sýna í Norræna húsinu á HönnunarMars 2025?
Ætlaru að taka þátt í HönnunarMars og langar að sýna í Norræna húsinu? Norræna húsið kallar eftir tillögum að sýningum á HönnunarMars 2025, sem fer fram dagana 2. - 6. apríl.
Aðförin í öndvegi - hádegismálþing um fjölbreyttar samgöngur og borgarskipulag
Samtal um samgöngumál í samgönguviku. Elliðaárstöð, Orka náttúrunnar og Veitur standa fyrir málþingi í hádeginu miðvikudaginn 18. september á Á Bístró í Elliðaárstöð þar sem umferð hjólandi og gangandi er einmitt í öndvegi. Meðal þeirra sem koma fram er Magnea Guðmundsdóttir, arkitekt og Edda Ívarsdóttir, borgarhönnuður.
HJARK + sastudio hljóta fyrstu verðlaun í skipulagssamkeppni um nýtt hverfi í Vík í Mýrdal
Arkitektastofurnar HJARK og sastudio hljóta fyrstu verðlaun í skipulagssamkeppni um nýtt hverfi í Vík í Mýrdal.
Vík Prjónsdóttir - Ævisaga
Brynhildur Pálsdóttir, einn af hönnuðum og stofnendum Víkur Prjónsdóttur, rekur áhugaverða sögu verkefnisins á Hönnunarsafni Íslands sunnudaginn 15. september kl. 13:00.
Salóme Guðmundsdóttir í stjórn HönnunarMars
Salóme Guðmundsdóttir, stjórnendaráðgjafi og stjórnarkona tekur sæti í stjórn HönnunarMars. Hún hefur starfað í hringiðu nýsköpunar og tækni undanfarinn áratug, lengst af sem framkvæmdastjóri Klak og síðar fyrir Eyri Venture Mangament og tengd félög sem stjórnandi og stjórnarmaður.
Hraunmyndanir framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr 2025
Verkefni s.ap arkitekta, Hraunmyndanir hefur verið valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr 2025.
Opið fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð
Opið er fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð. Um er að ræða síðari úhlutun ársins 2024 en umsóknarfrestur rennur út þann 19. september. Hægt er að sækja um þrjár tegundir styrkja auk ferðastyrkja. Úthlutun fer fram 22. október 2024.
HA? Kíkjum á það sem er að gerast
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs kynnir vetrardagskrá, verkefni, áherslur og starfsemi þann 12. september. Öll velkomin!
Ferðamannastaðir-frá hugmynd til framkvæmdar
Fimmtudaginn 12. september kl. 9 standa Ferðamálastofa, Skipulagsstofnun og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs að kynningarfundi á Teams fyrir alla þá sem koma að uppbyggingu ferðamannastaða með einum eða öðrum hætti.
And Anti Matter tekur þátt í Design Market á Helsinki Design Week
And Anti Matter (&AM) tekur þátt í Design Market á Helsinki Design Week dagana 7.-8. september. &AM mun vera með flíkur úr línunni ANTI WORK sem kom út í febrúar á þessu ári og vöktu mikla lukku.
Viltu hanna HönnunarMars?
HönnunarMars og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs leita að hönnunar- og hugmyndateymi til að vinna að hönnun og þróun einkennis, ásýndar, rödd og upplifun kynningarefnis HönnunarMars byggt á grunni núverandi einkennis. Frestur til mánudagsins 16. september.
Opið fyrir umsóknir í borgarsjóð Reykjavíkurborgar
Opnað var fyrir umsóknir um styrk úr borgarsjóði þann 1. september 2024. Umsóknarfrestur er til 30. september 2024.
Að hanna með náttúrunni - málþing í New York 5. september
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs í samstarfi við Bláa Lónið og Parsons School of Design , stendur fyrir málþingi í New York fimmtudaginn 5. september um hlutverk hönnunar á tímum náttúruvár. Getum við hannað samband okkar við náttúruna?
Erum við að leita að þér? Kynningarstjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs leitar að kraftmiklum, skipulögðum og skapandi einstakling í starf kynningarstjóra. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf þar sem gefst m.a. kostur á að sinna verkefni á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Kynningarstjóri vinnur náið með framkvæmdastjóra og verkefnastjóra.
Hönnunarverðlaun Íslands 2024 - opið fyrir ábendingar
Opið er fyrir ábendingar til Hönnunarverðlauna Íslands 2024 og hægt er að benda á eigin verk eða annarra til miðnættis 4. september. Markmiðið með ábendingum er að tryggja að afburða verk fari ekki fram hjá dómnefnd og því hvetjum við eigendur góðra verka til þess að tilnefna eigin verk.
Fjölskyldusmiðjur Hönnunarsafns Íslands hefjast á ný
Fyrsta sunnudag hvers mánaðar býður Hönnunarsafn Íslands fjölskyldum í skapandi smiðju með hönnuðum og listhandverksfólki sem veita börnum innsýn í ólíkar greinar. Á dagskrá vetrarins eru fjölbreyttar smiðjur, allt frá textíl til arkitektúrs. Á meðal nýstarlegra smiðja má nefna bangsastólasmiðju og piparkökuarkitektúr.
HönnunarMars 2025 fer fram í apríl
HönnunarMars 2025 fer fram dagana 2. - 6. apríl og mun taka hlutverki sínu sem vorboðinn ljúfi alvarlega árið 2025. Þetta er sautjánda árið í röð sem hátíðin fer fram.
Hönnunartengdir viðburðir á Menningarnótt 2024
Menningarnótt fer fram í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst, þar sem fjölbreyttir menningarviðburðir fyrir alla aldurshópa fara fram víðsvegar um borgina. Hér er stutt samantekt á viðburðum á Menningarnótt með hönnunarívafi.
Textílfélagið fagnar 50 árum með sýningu
Á þessu ári fagnar Textílfélagið 50 ára afmæli með veglegri sýningu á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum.
Gerður Jónsdóttir ráðin verkefnastjóri Feneyjatvíæringsins í arkitektúr
Gerður Jónsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri þátttöku Íslands í Feneyjatvíæringnum í arkitektúr. Ísland tekur þátt í Tvíæringnum í fyrsta sinn með opnu kalli vorið 2025 en það er Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sem hefur umsjón með verkefninu.
Opið kall: DesignTalks 2025
Lumar þú á hugmynd fyrir DesignTalks? Bentu á þann sem þér þykir bestur. Opið er fyrir tillögur að fyrirlesurunum og verkefnum á DesignTalks 2025.
Opið fyrir umsóknir um listamannalaun 2025
Opið er fyrir umsóknir til listamannalauna 2025. Tilgangur listamannalauna er að efla listsköpun í landinu. Opið er fyrir umsóknir til kl. 15:00, 1. október 2024.
Gleðilegt sumar frá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Skrifstofa Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs lokar vegna sumarleyfa frá 15. júlí en opnar aftur þriðjudaginn 6. ágúst.
Sumarlokun skrifstofu Arkitektafélags Íslands
Skrifstofa Arkitektafélags Íslands verður lokuð vegna sumarleyfa frá 15. júlí til og með 5. ágúst.
Arkitektafélag Íslands óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra
Arkitektafélag Íslands (AÍ) óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra í mjög spennandi og krefjandi starf.
Arnhildur Pálmadóttir tilnefnd til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2024
Arkitektinn Arnhildur Pálmadóttir hlýtur tilnefningu til Umhverfisverðlauna Norðurlandsráðs 2024 fyrir þverfaglegt samstarf og fókus á endurvinnanlegt byggingarefni. Alls eru átta tilnefningar og verðlaunin verða afhent í Reykjavík í haust.
Pítsastund og Hæ/Hi opnuðu á 3daysofdesign í Kaupmannahöfn
Fjölmennt og góðmennt var í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn þegar sýningarnar Pítsastund, Hæ/Hi og Snúningur opnuðu en þær eru hluti af dönsku hönnunarhátíðinni 3daysofdesign sem nú stendur yfir í dönsku höfuðborginni.
Aðalfundur Miðstöðvar hönnunar og arkitektúr og skýrsla 2023/2024
Miðvikudaginn 29. maí fór fram aðalfundur Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs í Grósku fyrir stjórnir og hluthafahóp. Þá kom út ársskýrsla Miðstöðvarinnar fyrir árið 2023 - 2024 sem er nú aðgengileg hér á heimasíðunni.
Úr herbergi í herbergi - hannaðu híbýli í sumarfríinu!
Hönnunarsafn Íslands býður upp á fimm daga sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 9-12 ára dagana 10.-14. júní, milli kl. 13-16. Námskeiðsgjald er 22.500 kr.
Flétta verðlaunaðar á Rising Talents Awards á Maison&Objet
Hrefna Sigurðardóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir hjá Fléttu hönnunarstofu eru einar af sjö verðlaunahöfum Rising Talents Awards á Maison&Objet í París. Fókus verðlaunanna í ár eru á unga hönnuði á Norðurlöndunum sem eiga það sameiginlegt að vera undir 35 ára og hafa verið starfandi í 5 ár.
HönnunarMars 2024 - Hvernig var?
Nú er HönnunarMars að baki, sextánda árið í röð, þar sem sirkúsandar svifu yfir höfuðborgarsvæðinu með fjölmörgum og fjölbreyttum sýningum og viðburðum. En hvernig var þín upplifun af hátíðinni í ár?
Opið fyrir umsóknir í Ásmundasal
Ásmundarsalur óskar eftir umsóknum fyrir komandi sýningarár; Myndlist, sviðslist, tónlist og hönnun. Umsóknarfrestur er til 15. júní.
Pítsastund og Hæ/Hi: Vol III: Velkomin á 3daysofdesign
Sýningarnar Pítsastund og Hæ/Hi: VOL III verða í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn á dönsku hönnunarhátíðinni 3daysofdesign sem fer fram dagana 12-14. júní.
Landslag hringrásar - Fólk á 3daysofdesign
Íslenska hönnunarfyrirtækið FÓLK tekur þátt í dönsku hönnunarhátíðinni 3daysofdesign með sýningunni Landslag hringrásar, sem vísar í kjarna fyrirtækisins sem einblínir á sjálfbæra og hringrásarvæna hönnun.
Málþing um sýningarhönnun
Borgarsögusafn blæs til málþings um sýningahönnun miðvikudaginn 22. maí kl. 15:00-17:00 á Árbæjarsafni. Þátttaka er ókeypis en skráning er nauðsynleg. Tilefnið er nýliðinn HönnunarMars en þar mátti sjá margar áhugaverðar og vel hannaðar sýningar.
Leikum og lögum - útsaumsnámskeið á Hönnunarsafni Íslands
Leikum og lögum er tveggja daga útsaumsnámskeið sem fer fram dagana 23. og 24. maí kl 14:00-17:00 í Hönnunarsafni Íslands. Adriana Torres, listakona og hönnuður frá Argentínu, leiðir námskeiðið. Hún nam arkitektúr og grafíska hönnun við Háskólann í Buenos Aires.
Weird Pickle hannar einkenni Hokkaido Innovation Week
Skipuleggjendur Hokkaido Innovation Week, sem hafa sterk tengsl við Skandinavíu, fengu Weird Pickle til að hanna vörumerki sem myndi endurspegla anda þessarar nyrstu eyju Japans.
Horfðu á DesignTalks 2024
Lykilviðburður HönnunarMars, alþjóðlega ráðstefnan DesignTalks, fór fram í Hörpu 24. apríl síðastliðinn. Dagskrá dagsins var fjölbreytt þar sem sirkusandinn sveif yfir og var fjallað um áskoranir samtímans af framúrskarandi fyrirlesurum, sem komu víðsvegar að og notuðu þekkingu sína til að leita lausna. Ráðstefnunni var streymt beint í samstarfi við Dezeen og Íslandsstofu og hér er hægt að horfa daginn í heild sinni.
Útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands
Útskriftarhátíð LHÍ er hafin en hún er afar fjölbreytt og á dagskrá eru fjölmargir viðburðir frá öllum deildum Listaháskólans. Frítt er inn á alla viðburði. Útskriftarsýning hönnunar- og arkitektúrdeildar opnar laugardaginn 11. maí í Hafnarhúsinu.
Feneyjatvíæringur í arkitektúr - fyrirspurnir og svör
Fyrirspurnir og svör við fyrirspurnum um atriði sem varða opið kall og valferlið.
Leir-andi, yfirlitssýning Ólafar Erlu Bjarnadóttur
Leir-andi, yfirlitssýning á verkum Ólafar Erlu Bjarnadóttur hefur opnað á Hlöðulofti SÍM á Korpúlfsstöðum. Sýningin er yfirgripsmikil og spannar 40 ára starfsferil listakonunnar. Sýningarstjóri er Brynhildur Pálsdóttir og stendur hún opin til 23. maí.
Takk fyrir HönnunarMars - sjáumst 2025
Þá er HönnunarMars liðinn undir lok, sextánda árið í röð en hátíðin hefur svo sannarlega sett líflegan blæ á borgina síðustu daga.
Opið kall - hugmynd að sýningu Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr 2025
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs kallar eftir tillögum að sýningu Íslands fyrir 19. alþjóðlega tvíæringinn í arkitektúr í Feneyjum, sem mun standa yfir frá 24. maí til 23. nóvember 2025. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt með opnu kalli.
HönnunarMars 2024 - sýningar sem standa lengur
HönnunarMars 2024 lauk í gær, sunnudaginn 28. apríl en þó nokkrar sýningar eru opnar lengur. Það er því enn hægt að njóta góðra sýninga þó að hátíðinni sé formlega lokið.
HönnunarMars - DAGUR 5
Þá er komið að lokadegi HönnunarMars 2024. Í dag er tilvalið að kíkja á þær sýningar og viðburði sem þú hefur ekki náð að skoða. Kynntu þér viðburði síðasta dagsins!
HönnunarMars - DAGUR 4
Tilvalið er að hefja fjórða dag HönnunarMars á arkitektahlaupinu og mæta svo hress í hina fjölbreyttu viðburði sem dagurinn býður upp á. Kynntu þér viðburði dagsins.
HönnunarMars - DAGUR 3
Það er komið að þriðja degi HönnunarMars. Á dagskrá er fjöldinn allur af fjölbreyttum viðburðum sem gestir hátíðarinnar ættu ekki að láta framhjá sér fara. Hér eru viðburðir dagsins!
HönnunarMars opnaði með sirkusstemmingu
HönnunarMars hátíðin var sett með pompi og prakt í gær í Hafnarhúsinu að viðstöddu fjölmenni. Sirkusþema ársins endurspeglaðist á opnuninni með skrúðgöngu úr Hörpu í Hafnarhúsið með Lúðrasveit Verkalýðsins í broddi fylkingar, Hringleikur voru með sirkusatriði ásamt taktföstum tónum frá FmBelfast dj setti.
HönnunarMars - DAGUR 2
Fögnum sumrinu á HönnunarMars. Dagurinn er barmafullur af spennandi og fjölbreyttum opnunum og viðburðum í miðbænum, Hafnartorgi, Granda, Elliðaárdalnum og Laugardalnum. Hér má nálgast viðburði dagsins.
Gleðilegan HönnunarMars - DAGUR 1
Gleðilegan HönnunarMars! HönnunarMars er loksins runninn upp en hátíðin hefst í dag með alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks, degi fullum af innblæstri og skapandi hugsun. Í framhaldi tekur svo við fjöldi opnana og viðburða um borg alla. Hér má finna viðburði dagsins í dag.
Velkomin í opnunarhóf HönnunarMars 2024
Velkomin á opnunarhóf HönnunarMars 2024. Við blásum í lúðra sextánda árið í röð þegar HönnunarMars hátíðin verður sett með pompi og prakt í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsinu 24. apríl kl. 17:00
DesignTalks 2024 - þar sem kaos er norm og jafnvægi list - dagskrá dagsins
DesignTalks, lykilviðburður og alþjóðleg ráðstefna HönnunarMars, býður gesti velkomna í sirkusinn! Hér má sjá dagskrá dagsins.
Íslensk hönnun á flugi - HönnunarMars á Keflavíkurflugvelli
Keflavíkurflugvöllur er sýningarstaður á HönnunarMars ásamt því að sýna hátíðina í sinni fjölbreyttustu mynd. HönnunarMars er lífleg höfn hugmynda, ólíkra sjónarmiða og þekkingar, hreyfiafl sem auðgar og bætir samfélagið.
Úti og inni hljóta fyrstu verðlaun í samkeppni um skóla í Vogabyggð
Úti og inni arkitektar í samstarfi við Landform landslagsarkitekta og ONNO þrívíddarvinnslu hljóta fyrstu verðlaun í samkeppni um nýjan samþættan leik-og grunnskóla, frístundaheimili og félagsmiðstöð.
HönnunarMars 2024 - Framtíðin er björt
HönnunarMars er rétt handan við hornið en hátíðin fer fram dagana 24. - 28. apríl og fjölbreytt dagskráin breiðir úr sér um alla borg. Í þessari samantekt eru viðburðir og sýningar sem gefa okkur nasasjón af framtíðinni, m.a. sem snerta vinnu upprennandi hönnuða og hönnun þar sem tækni gegnir lykilhlutverki.
HönnunarMars 2024 - Skartgripahönnun
HönnunarMars er rétt handan við hornið en hátíðin fer fram dagana 24. - 28. apríl og fjölbreytt dagskráin breiðir úr sér um alla borg. Gestir fá tækifæri til að skoða og fræðast um skartgripahönnun í táknrænu, aðferðafræðilegu og sögulegu samhengi. Hér er yfirlit yfir þá viðburði sem snúast um skartgripahönnun í fjölbreyttri mynd.
HönnunarMars 2024 - Tíska og hönnun
HönnunarMars er rétt handan við hornið en hátíðin fer fram dagana 24. - 28. apríl og fjölbreytt dagskráin breiðir úr sér um alla borg. HönnunarMars í ár býður upp á fjöldann allan af viðburðum og sýningum sem tengjast tísku á einn eða annan hátt. Náttúran, tækni, kvennakraftur, gróskumikið samstarf og margt fleira koma við sögu. Hér má sjá samantekt á þeim viðburðum og sýningum sem fjalla um tísku í sinni fjölbreyttu mynd.
HönnunarMars 2024 - Nemendasýningar
HönnunarMars er rétt handan við hornið en hátíðin fer fram dagana 24. - 28. apríl og fjölbreytt dagskráin breiðir úr sér um alla borg. Afrakstur hönnunarnema veita innsýn í það sem koma skal á sviði hönnunar. Hér er að finna yfirlit yfir nemendasýningar sem HönnunarMars býður upp á í ár.
HönnunarMars 2024 - Efnistilraunir og Endurnýting
HönnunarMars er rétt handan við hornið en hátíðin fer fram dagana 24. - 28. apríl og fjölbreytt dagskráin breiðir úr sér um alla borg. HönnunarMars er tilvalinn vettvangur til þess að kynnast þeim tilraunum sem gerðar eru með efni og endurnýtingu. Hér má skoða hvað er í boði í þeim efnum.
HönnunarMars 2024 - Upplifðu!
HönnunarMars er rétt handan við hornið en hátíðin fer fram dagana 24. - 28. apríl og fjölbreytt dagskráin breiðir úr sér um alla borg. Í grunninn er HönnunarMars ein stór upplifun en hér má sjá yfirlit yfir viðburði og sýningar sem miða sérstaklega að því að leyfa gestum að upplifa, finna, hlusta og smakka svo eitthvað sé nefnt.
HönnunarMars 2024 - Arkitektúr
HönnunarMars er rétt handan við hornið en hátíðin fer fram dagana 24. - 28. apríl og fjölbreytt dagskráin breiðir úr sér um alla borg. Gestir HönnunarMars fá tækifæri til að fræðast um nýstárlegar nálganir í arkitektúr og byggingariðnaði og hér er samantekt á slíkum viðburðum.
HönnunarMars 2024 - Fyrir heimilið
HönnunarMars er rétt handan við hornið en hátíðin fer fram dagana 24. - 28. apríl og fjölbreytt dagskráin breiðir úr sér um alla borg. Hönnun fyrir heimili snertir okkur öll á einn eða annan hátt. Skoðaðu viðburði HönnunarMars þar sem þægindi, fegurð og notagildi heimilisins eru í fyrirrúmi.
HönnunarMars 2024 - Fyrir fjölskylduna
HönnunarMars er rétt handan við hornið en hátíðin fer fram dagana 24. - 28. apríl og fjölbreytt dagskráin breiðir úr sér um alla borg. Margir viðburðir höfða sérstaklega til barna eða eru jafnvel búnir til af börnum. Hér er samantekt á sérstaklega fjölskylduvænum viðburðum sem HönnunarMars býður upp á í ár.
HönnunarMars 2024 - Fyrirlestrar og Samtöl
HönnunarMars er rétt handan við hornið en hátíðin fer fram dagana 24. - 28. apríl og fjölbreytt dagskráin breiðir úr sér um alla borg. Á HönnunarMars 2024 er boðið upp á fræðandi og fjölbreytta viðburði í formi fyrirlestra og samtala. Hér má sjá yfirlit yfir þessa viðburði, sem sumir krefjast forskráningar.
HönnunarMars 2024 - Grafík og prent
HönnunarMars er rétt handan við hornið en hátíðin fer fram dagana 24. - 28. apríl og fjölbreytt dagskráin breiðir úr sér um alla borg. Við kynnumst grafískri hönnun og prentverkum á Íslandi í ólíku samhengi. Við fræðumst um sögu hennar, fáum innsýn í áhugaverða vinnu grafískra hönnuða og kíkjum einnig út fyrir landsteinana. Fyrir áhugasama er hér samantekt á viðburðum og sýningum sem snúast um grafík og prent.
Ísland tekur þátt í Feneyjartvíæringnum í arkitektúr 2025
Undirbúningur vegna þátttöku Íslands í Feneyjartvíæringnum í arkitektúr 2025 er hafinn. Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur falið Miðstöð hönnunar og arkitektúrs að halda utan um verkefnið og átta manna stýrihópur hefur hafið störf. Í apríl verður kallað eftir tillögum að framlagi Íslands til Feneyjartvíæringsins í arkitektúr. Óskað verður eftir þátttöku teyma til að senda inn hugmynd að framlagi Íslands í opnu kalli.
HönnunarMars 2024 - Tryggðu þér sæti
HönnunarMars er rétt handan við hornið en hátíðin fer fram dagana 24. - 28. apríl og fjölbreytt dagskráin breiðir úr sér um alla borg. Til þess að tryggja ánægju hátíðargesta og gæði upplifana krefjast sumir viðburðir skráningar og því um að gera að kynna sér þá í tæka tíð. Hér má finna yfirlit yfir viðburði/sýningar sem krefjast forskráningar þar sem um takmarkaðan sætafjölda er að ræða.
Flétta kemur fram á DesignTalks 2024
Hönnuðirnir Hrefna Sigurðardóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir koma fram á alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks sem fer fram í Hörpu þann 24. apríl. Saman reka þær hönnunarstúdíóið Fléttu sem vinnur að fjölbreyttum verkefnum þar sem endurnýting hráefna og staðbundin framleiðsla spilar lykilhlutverk. Á yfirborðinu einkennast verk þeirra af leikgleði og léttleika en undir niðri krauma gagnrýnar spurningar.
Alan Ricks, MASS Design Group kemur fram á DesignTalks 2024
Arkitektinn Alan Ricks kemur fram á alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks sem fer fram í Hörpu þann 24. apríl. Alan er einn af stofnendum og framkvæmdastjórum MASS Design Group (Model of Architecture Serving Society) sem telur að arkitektúr hafi mikilvægu hlutverki að gegna við að styðja samfélög til að horfast í augu við söguna, búa til nýja, vera heilandi afl og varpa fram nýjum möguleikum til framtíðar. Alan leggur sjálfur áherslu á að rannsaka, byggja og tala fyrir arkitektúr sem stuðlar að réttlæti og mannlegri reisn.
Sýningin skart:gripur - skúlptúr fyrir líkamann opnar í Hafnarborg
Á sýningunni skart:gripur - skúlptúr fyrir líkamann má finna gripi eftir fjölbreyttan hóp gullsmiða, skartgripahönnuði og listamanna sem varpa ljósi á skartið í samtíma okkar. Sýningin opnar laugardaginn 6. apríl kl. 15 í Sverrissal í Hafnaborg og er hluti af dagskrá HönnunarMars.
Robert Thiemann og Hrund Gunnsteinsdóttir á DesignTalks 2024
Innanhússarkitektinn, fyrrum ritstjóri FRAME tímaritsins og stofnandi Betterness, Robert Thiemann kemur fram á DesignTalks 2024. Róbert hefur ástríðu fyrir hinu byggða umhverfi og hvernig hægt sé að bæta það til þess að einstaklingar og samfélög blómstri en að minnka á sama tíma áhrif þess á jörðina? Rithöfundurinn og sjálfbærnileiðtoginn Hrund Gunnsteinsdóttir stígur einnig á svið í Hörpu þann 24. apríl næstkomandi. Hrund leiðir saman hugmyndir og fólk þvert á fög og atvinnugreinar til að veita skapandi hugarfari og uppbyggilegum lausnum brautargengi.
Hraunborgir og Annarsflokks æðadúnn hljóta fimm milljónir hvor úr Hönnunarsjóði
Fyrri úthlutun ársins hjá Hönnunarsjóði fór fram í Grósku þann 22. mars. 21 fjölbreytt verkefni á sviði hönnunar og arkitektúrs hlutu styrki en 36 milljónir voru til úthlutunar.
Taktu þátt í DesignMatch kaupstefnunni á HönnunarMars 2024
Á DesignMatch fá hönnuðir tækifæri til að kynna sig (sem hönnuði) og verkin sín fyrir erlendum kaupendum.
FÍT verðlaunin 2024 – Verðlaunahafar
Alls 44 verk hlutu verðlaun á FÍT verðlaununum sem haldin voru í Grósku föstudaginn 22. mars 2024.
Lisa Lapauw og Mous Lamrabat á DesignTalks 2024
Grafíski hönnuðurinn, stílistinn og listræni stjórnandinn Lisa Lapauw og ljósmyndarinn Mous Lamrabat koma fram á alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks sem fer fram í Hörpu þann 24. apríl. Saman mynda þau teymið Lisa&Mous og sérhæfa sig í listrænni nálgun sem sameinar tísku og hönnun með virðingu fyrir og innblástur í arfleifð og minningar.
Óskað er eftir teymi til að vinna deiliskipulag fyrir Farsældartún í Mosfellsbæ
Óskað eftir teymi til að vinna deiliskipulag fyrir Farsældartún í Mosfellsbæ
Bompas & Parr á DesignTalks 2024
Upplifunarhönnunarstofan Bompas & Parr verður á DesignTalks, sem fer fram í Hörpu þann 24. apríl. Arkitektinn, uppfinningamaðurinn og framleiðandinn Harry Parr, annar stofnandi stofunnar sem er leiðandi í fjölskynjunar upplifunum og kalla sig “Architects of taste; feeding minds and stomachs”, stígur á svið í Hörpu.
Innsýn- Grugg og Makk
Félag vöru- og iðnhönnuða hefur hafið framleiðslu á örþáttaröðinni Innsýn þar sem markmiðið er að sýna breidd félagsfólks. Þáttaröðin samanstendur af stuttum viðtalsklippum við ólíka hönnuði sem starfa í allskonar geirum og er miðlað á Instagramreikning félagsins @honnudir. Hér eru þeir Kjartan Óli og Sveinn Steinar hönnuðir sem saman reka bruggfyrirtækið Grugg og Makk sem hefur það að leiðarljósi að fanga bragð af stað og stund úr íslenskri náttúru.
Rán Flygenring á DesignTalks 2024
Hönnuðurinn, listamaðurinn og verðlaunamynd- og rithöfundurinn Rán Flygenring kemur fram á DesignTalks sem fer fram í Hörpu þann 24. apríl.
Tilnefningar til FÍT verðlaunanna 2024
FÍT verðlaunin eru árleg fagverðlaun Félags íslenskra teiknara. Hlutverk þeirra er að veita því viðurkenningu sem skarar fram úr á Íslandi í grafískri hönnun og myndlýsingum ár hvert.
Guðmundur Lúðvík til umfjöllunar hjá Mohd Magazine
Húsgagnahönnuðurinn Guðmundur Lúðvík segir frá starfi sínu sem hönnuður og samstarfi við Carl Hansen & Søn í viðtali við Mohd Magazine
Viltu taka þátt?
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu í stjórnir ólíkra verkefna Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Um er að ræða eitt sæti í stjórn HönnunarMars, Hönnunarsjóðs, Hönnunarverðlauna og Hönnunarlauna og varamenn.
Innsýn- Ólöf Rut Stefánsdóttir
Félag vöru- og iðnhönnuða hefur hafið framleiðslu á örþáttaröðinni Innsýn þar sem markmiðið er að sýna breidd félagsfólks. Þáttaröðin samanstendur af stuttum viðtalsklippum við ólíka hönnuði sem starfa í allskonar geirum og er miðlað á Instagramreikning félagsins @honnudir. Hér er Ólöf Rut Stefánsdóttir, vöru-og motion hönnuður og stjórnanda hjá Ásmundarsal, þar sem hún stýrir til að mynda sýningarhaldi, upplifunum, kynningu og miðlun út á við.
Opinn fyrirlestur um sjálfbærni í arkitektúr frá Arnhildi Pálmadóttur
Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt FAÍ, verður með fyrirlestur í Fenjamýri, Grósku á morgun, þriðjudaginn 5. mars kl. 17. Þar mun hún fjalla um eigin verkefni og aðferðafræði í átt að sjálfbærum arkitektúr. Fyrirlesturinn er á ensku og opinn öllum.
AS WE GROW hanna mottumarssokka ársins
Mottumarssokkarnir í ár eru hannaðir af íslenska hönnunarfyrirtækinu AS WE GROW. Gréta Hlöðversdóttir, Snæfríð Þorsteins og Kamilla Henriau eru hugmyndasmiðirnir og hönnuðirnir á bakvið sokkana sem fara í sölu fimmtudaginn 29. febrúar næstkomandi.
James Merry á DesignTalks 2024
Hönnuðurinn og listamaðurinn James Merry kemur fram á alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks í Hörpu 24. Apríl. Hann er þekktur fyrir framúrskarandi handverk sitt og grímugerð.
And Anti Matter í KIOSK
Skapandi vinnustofan And Anti Matter bætist við flóru hönnunarverslunarinnar Kiosk með fatalínuna "Anti Work" sem samanstendur af einstökum handgerðum og -prentuðum frönskum vinnufötum.
Arkitektúr sem afl í kennslu
Fimmtudaginn 29. febrúar verður haldið í Norræna húsinu erindið Arkitektúr sem afl í kennslu þar sem arkitektarnir Guja Dögg Hauksdóttir og Pihla Meskanen, sem einnig er menntaður uppeldisfræðingur, miðla reynslu sinni og þekkingu.
Atelier NL á DesignTalks 2024
Hollenska hönnunarstofan Atelier NL fókuserar á möguleika hönnunar í að tengja saman samfélög við verðmæti í nærumhverfi. Lonny van Ryswyck, annar eigandi Atelier NL, kemur fram á DesignTalks sem fer fram í Hörpu þann 24. apríl.
Nordic Office of Architecture hlýtur fyrstu verðlaun í samkeppni um nýja stúdentagarða á Akureyri
Arkitektastofan Nordic Office of Architecture hlýtur fyrstu verðlaun í samkeppni um hönnun á nýjum stúdentagörðum fyrir Félagsstofnun stúdenta Akureyri (FÉSTA).
Opið kall - Sýning í Fyrirbæri á HönnunarMars
Gallerí Fyrirbæri, sem er multi komplex skapandi einstaklinga í miðbæ Reykjavíkur, stendur fyrir opnu kalli fyrir sýninguna ANARKIST ~ FAGURFRÆÐI.
Jarðsetning tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Bókin Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur, arkitekt tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd ásamt bókinni Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Reykjavík í haust í tengslum við 76. þing Norðurlandaráðs.
Sótt um 384 milljónir í Hönnunarsjóð
Lokað var fyrir umsóknir Hönnunarsjóð í gær en um er að fyrri úthlutun ársins 2024. Alls bárust 121 umsókn í almenna styrki upp á tæpar 371 milljónir og 21 umsókn um ferðastyrki upp á tæpar 14 milljónir.
Opið kall - FLEY, samsýning nýútskrifaðra og upprennandi hönnuða
Félag vöru-og iðnhönnuða stendur nú fyrir opnu kalli á verkum fyrir sýninguna FLEY sem haldin verður í fyrsta skipti á HönnunarMars í apríl. FLEY er samsýning nýútskrifaðra og upprennandi hönnuða!
HönnunarMars 2024 - Þar sem kaos er norm og jafnvægi list
Á hátíðinni í ár er ástand heimsins speglað í sirkusnum. Snúum öllu á hvolf með gleði, forvitni og hugrekki! Hönnuðir, arkitektar og skapandi hugsuðir þenja mörk hins mögulega með spennandi sýningum, viðburðum, vinnustofum, leiðsögnum og opnunum um allan bæ á HönnunarMars 2024 dagana 24. - 28. apríl.
Opið fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð
Opið er fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð. Um er að ræða fyrri úhlutun ársins 2024 en umsóknarfrestur rennur út þann 21. febrúar 2024. Hægt er að sækja um þrjár tegundir styrkja auk ferðastyrkja. Úthlutun fer fram 22. mars 2024 en umsóknarfrestir ársins 2024 eru nú aðgengilegir á heimasíðu sjóðsins.
Sýningin Wasteland opnar í Norræna húsinu
Hvernig getum við lágmarkað myndun úrgangs og umframefna á Íslandi og getum við nýtt þau verðmætu efni sem falla til hér á landi betur í staðbundnum verkefnum innan byggingariðnaðarins? Sýningin Wasteland eftir dansk- íslenska nýsköpunar- og arkitektastofuna Lendager opnar í Norræna húsinu laugardaginn 10. febrúar.
Hanna Dis Whitehead sýnir í Greenhouse á Stockholm Furniture Fair
Hanna Dís Whitehead, hönnuður sýnir nýjar vörur á Stockholm Furniture Fair 6. - 10. febrúar. Hún verður í þeim hluta sýningarinnar sem nefnist Greenhouse - og er stökkpallur fyrir upprennandi hönnuði. Hanna Dís er að fara frumsýna nýja seríu af ílátum úr blönduðum efnivið auk nýrrar útgáfu af keramík snögunum sínum sem hafa stökkbreyst og stækkað.
Opið fyrir umsóknir til alþjóðlegs meistaranáms í Listaháskóla Íslands.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir til alþjóðlegs meistaranáms í Listaháskóla Íslands. Skólinn býður upp á tvær námsleiðir í alþjóðlegu meistaranámi í hönnun og arkitektúr. Umsóknarfrestur er til og með 8. mars.
Námskeið fyrir hönnuði og arkitekta hjá Endurmenntun Háskóla Íslands
Félögum í fagfélögum Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs býðst 20% afsláttur af tveimur námskeiðum á vormisseri hjá Endurmenntun HÍ. Um er að ræða námskeið í öllum námskeiðsflokkum, að undanskildum námskeiðum með erlendum sérfræðingum og námskeiðum sem tilheyra lengra námi.
Rannsóknarstyrkir til meistaranema á sviði skapandi greina
Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) auglýsir rannsóknastyrki til meistaranema sem vinna lokaverkefni um atvinnulíf menningar og skapandi greina og þau fjölþættu og fjölbreyttu samfélags- og efnahagsáhrif sem þessi starfsemi leiðir af sér. Umsækjendur þurfa að stunda meistaranám við viðurkenndan háskóla, hvort sem er á Íslandi eða erlendis, og verkefnið þarf að fjalla um eða hafa tengingu við íslenskt samfélag. Tvær milljónir króna eru til úthlutunar og áætlað að styðja 3-5 verkefni.
Opið fyrir innsendingar í FÍT verðlaunin 2024
Búið er að opna fyrir innsendingar í FÍT verðlaunin 2024. Frestur til að skila inn er til og með 16. febrúar 2024.
Safnanótt í Hönnunarsafni Íslands
Það verður mikil um að vera á Hönnunarsafni Íslands á Safnanótt þann 2. febrúar. Opnun er á sýningu Lilýar Erlu Adamsdóttur, Veggplöntur, sem er heimsókn inn í föstu sýninguna Hönnunarsafnið sem heimili. Þá verður innflutningsboð hjá gullsmiðnum Mörtu Staworowsku sem verður í vinnustofudvöl í safninu næstu þrjá mánuði. Dagskráin hefst kl. 20.
Fallegustu bækur í heimi - sýning
FÍT, Félag íslenskra teiknara í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands og Stiftung Buchkunst opna sýninguna Best Book Design from all over the World 2023 föstudaginn 19. janúar kl. 17.
Leirrennsla og Krassað og þrykkt í Myndlistaskólanum í Reykjavík
Þessa önnina býður Myndlistaskólinn í Reykjavík upp á þrjú námskeið sem eru ætluð þeim sem annars vegar hafa góðan grunn í leirrennslu og hins vegar hverjum þeim sem hefur áhuga á teikningu og grafíkmyndagerð.
Hups - ferlar og verkfæri framtíðar
Ráðgjafafyrirtækið Hups, í samstarfi við Samtök iðnarins, FSRE og HR, boðar til innblástursdags fimmtudaginn 1. febrúar kl. 9-17.30 í Háskólanum í Reykjavík til að ræða ferla, verkfæri og framtíð byggingariðnaðarins.
Fjöldi umsókna barst um þátttöku á HönnunarMars 2024
Búið er að loka fyrir umsóknir um þátttöku á HönnunarMars 2024 og bárust fjöldi forvitnilega og fjölbreyttra umsókna í ár. Líkt og fyrri ár verða yfir 100 sýningar á dagskrá sem breiða úr sér á helstu sýningarsvæðum hátíðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Nú hefst vinna faghóps hátíðarinnar að rýna umsóknir og teymi HönnunarMars við undirbúning á hátíðinni.
Jón Kristinsson, arkitekt, hlýtur riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu
Jón Kristinsson arkitekt, hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar síðastliðinn fyrir frumkvöðlastarf í vistvænni húsagerðarlist á alþjóðavettvangi.
Eðlisfræði arkitektúrs
Jón Kristinsson er áhugaverð samblanda af uppfinningamanni og arkitekt. Hann talar eins og eðlisfræðingur og hugsar allt út frá sjálfbærni. Jón hefur búið í Deventer í Hollandi meirihluta ævinnar og nam arkitektúr við Delft University of Technology þar sem hann síðar gegndi stöðu prófessors í umhverfistækni og hönnun. Viðtal Sigríðar Maack og Arnars Fells við Jón birtist í HA tímaritinu árið 2016.
Umsóknarfrestur á HönnunarMars 2024 til 10. janúar
Opið er fyrir umsóknir um þátttöku á HönnunarMars 2024 sem fer fram dagana 24. - 28. apríl. Umsóknarfrestur til 10. janúar. Dagskráin er farin að taka á sig spennandi og fjölbreytta mynd, en margar umsóknir bárust í snemmskráningu í haust. Það er því hægt að byrja að telja niður í hátíð með hækkandi sól.
Forsala hafin á DesignTalks 2024
Alþjóðlega ráðstefnan DesignTalks fer fram í Silfurbergi í Hörpu þann 24. apríl 2024. Búið er að opna fyrir miðasölu en uppselt hefur verið á þennan vinsæla viðburð síðustu ár. Ekki missa af þessari veislu sköpunarkraftsins!
Árið 2023 í hönnun og arkitektúr
Árið sem er að líða hefur verið ansi viðburðaríkt hjá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs. 2023 byrjaði með krafti sem gaf svo sannarlega tóninn fyrir ár fullt af fjölbreyttum verkefnum og viðburðum á hinum ýmsu sviðum.
Áramótahattar með hattagerðarmeisturum
Hattagerðarmeistararnir Anna Gulla og Harper bjóða upp smiðju í gerð áramótahatta í Hönnunarsafni Íslands þann 30. desember.
DesignTalks talks - Hvað nú?
DesignTalks talks er hlaðvarp tengt alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks sem haldin er árlega í Reykjavík. Þáttaröðin Hvað nú? er fjögurra þátta sería innblásin af ráðstefnunni árið 2023 og styrkt af Nordic Talks. Anna Gyða Sigurgísladóttir hefur umsjón með þáttunum þar sem hún talar við hönnuði, arkitekta og framtíðarrýna frá ólíkum fagsviðum.
DesignTalks talks - Hvað nú? Fyrsti þáttur: Tölum um sköpunarkraftinn
DesignTalks talks er hlaðvarp tengt alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks sem haldin er árlega í Reykjavík. Þáttaröðin Hvað nú? er innblásin af ráðstefnunni árið 2023 og styrkt af Nordic Talks. Í fyrsta þætti í hlaðvarpsþáttaröðinni Hvað nú? er farið yfir sköpunarferlið, eðli sköpunar og hönnunarhugsunar.
DesignTalks talks - Hvað nú? Annar þáttur: Tölum um efni
DesignTalks talks er hlaðvarp tengt alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks sem haldin er árlega í Reykjavík. Þáttaröðin Hvað nú? er innblásin af ráðstefnunni árið 2023 og styrkt af Nordic Talks. Í öðrum þætti er fjallað um efni í hönnunarheiminum í dag og kynnumst við hönnuðum sem eru að finna ný efni og forvitnast um ferlið að baki hönnunar og framleiðslu slíkra efna frá grunni.
DesignTalks talks - Hvað nú? Þriðji þáttur: Tölum um náttúruna
DesignTalks talks er hlaðvarp tengt alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks sem haldin er árlega í Reykjavík. Þáttaröðin Hvað nú? er innblásin af ráðstefnunni árið 2023 og styrkt af Nordic Talks. Í þriðja þætti spyrjum við: Hvert er hlutverk hönnunar og arkitektúrs þegar kemur að loftslagsbreytingum, velferð og heilsu fólks?
DesignTalks talks - Hvað nú? Fjórði þáttur: Tölum um sögur
DesignTalks talks er hlaðvarp tengt alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks sem haldin er árlega í Reykjavík. Þáttaröðin Hvað nú? er innblásin af ráðstefnunni árið 2023 og styrkt af Nordic Talks. Í fjórða og síðasta þætti er fjallað um frásögn sem öflugt tæki í hönnun og umbreytingu sem og mikilvægi þess að endurskilgreina kerfi til sjálfbærni og þverfaglegs samstarfs.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sendir hugheilar hátíðarkveðjur og með ósk um gleðileg jól og farsældar á nýju ári. Við þökkum vinum, velunnurum og öllu okkar góða og fjölbreytta samstarfsfólki innilega fyrir viðburðarríkt ár.
Vöndum valið - íslensk hönnun fyrir jólin
Nú líður senn að jólum og á þessum tíma árs er tilvalið að kynna sér þá fjölbreytni og grósku sem er að eiga sér stað í íslenskri hönnun. Hér á heimasíðu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs er að finna aðgengilegt yfirlit yfir verslanir sem selja íslenska hönnunarvöru, bæði búðir sem selja vörur frá ólíkum hönnuðum, hönnuðir sem eru að selja sjálfir sem og netverslanir.
Hér má sjá yfirlit yfir verslanir sem selja íslenska hönnunarvöru, bæði búðir, heimasíður hönnuða og netverslanir. Við hvetjum alla til að kynna sér fjölbreytt og gott úrval íslenskrar hönnunar.
Svartbysvart & Friends pop-up verslun á Klapparstíg
Pop-up verslunin Svartbysvart & Friends hefur opnað við Klapparstíg 29 en verslunin leggur áherslu á sjálfbæra íslenska hönnun sem er framleidd í Reykjavík.
Hátíðarviðburðir hjá hönnuðum næstu daga
Jólin nálgast óðfluga og framundan eru fjölda viðburða fyrir öll. Hér er yfirlit yfir hönnunartengda viðburðadagskrá næstu daga.
Samstarf Farmers Market og Aurora Foundation frumsýnt
Fyrr á þessu ári fóru eigendur Farmers Market í ævintýraferð til Síerra Leóne þar sem markmiðið var að kynnast því starfi sem Velgerðarsjóðurinn Aurora Foundation er með á svæðinu og kanna möguleika á samstarfi. Fyrstu vörurnar eru nú komnar til landsins þar sem einstök hönnun Farmers Market og hæfni handverksfólksins blandast saman í glæsilegri útkomu.
Fjölbreyttir hönnunartengdir viðburðir framundan
Önnur helgi í aðventu er framundan með fjölda viðburða fyrir öll. Hér er yfirlit yfir hönnunartengda viðburðadagskrá helgarinnar. Góða skemmtun.
Loftpúðinn tilnefndur til Green Product Awards 2024
Loftpúðinn eftir Studíó Fléttu fyrir Fólk Reykjavík er tilnefndur til Green Product Awards 2024. Tilkynnt var um tilnefningar í gær í Berlín en yfir 1500 ábendingar frá 54 löndum bárust til verðlaunanna og hlaut Loftpúðinn tilnefningu í flokki Lífstíls- og innanhúsvara. Hægt er kjósa um vöru ársins til 14. janúar 2024.
Hönnun margmiðlunarsýningar á World Expo í Japan
Opnað hefur verið fyrir tilboð í hönnun margmiðlunarsýningar á Heimssýningunni í Osaka árið 2025 á útboðsvef Evrópusambandsins. Heimssýningin (e. World Expo) fer fram í Osaka í Japan 13. apríl – 13. október 2025. Búist er við að um 28 milljón manns heimsæki sýninguna á því tímabili.