Hugverkavernd fyrir hönnuði

Hvernig getur þú verndað hönnunina þína og komið í veg fyrir að einhver líki eftir henni? Hvernig er hönnun skráð og af hverju ætti að gera það? Hvað er hægt að gera ef einhver apar eftir hönnun þinni? Hvernig geturðu tryggt vörumerkið þitt og hvenær ætti að sækja um einkaleyfi?
Þann 30. apríl kl. 17 munu Eiríkur Sigurðsson, samskiptastjóri Hugverkastofunnar og Sandra Theodóra Árnadóttir lögfræðingur, fjalla um hvernig skráning hugverkaréttinda getur skipt sköpun fyrir hönnuði, fara yfir nokkur dæmi og ræða að hverju þarf að gæta þegar sótt er um skráningu.
Viðburðurinn fer fram í Grósku.