Félag vöru-og iðnhönnuða
Félag vöru- og iðnhönnuða er fagfélag hönnuða á Íslandi. Hlutverk félagsins er að vera málsvari hönnuða, með virku samtali og opnu upplýsingaflæði. Auk þess að efla þekkingu á faginu og gæta hagsmuna félagsmanna. Félagið hefur það að leiðarljósi að stuðla að faglegum vinnubrögðum og eflingu hönnunar.