FRESTAST UM EINN MÁNUÐ: Þriðjudagsfyrirlestur AÍ-Lífsferilsgreining (LCA) á Nýja Skerjafirði og mikilvægi efnisvals í deiliskipulagi
Fyrirlestri Hjördísar Sóleyjar hefur verið frestað um einn mánuð. Er það gert vegna þess að hann lenti á sama tíma og útgáfuhóf og sýning arkitektsins Önnu Maríu Bogadóttur á bókinni Jarðsetning og samnefndri kvikmynd. Sýningin hefst kl. 19.00 og útgáfuhófið kl. 20.00. Við hvetjum félagsmenn til að mæta!
Í desember mun Hjördís Sóley Sigurðardóttir, arkitekt, halda fyrirlesturinn, Lífsferilsgreining (LCA) á Nýja Skerjafirði – Mikilvægi þess að íhuga efnisval í deiliskipulögum. Þar mun hún kynna niðurstöður rannsóknar sinnar á lífsferilsgreiningu á skipulagi Nýja Skerjafjarðar og þá hvernig lífsferilsgreining getur stuðlað að því að minnka umhverfisáhrif framtíðar skipulags.
Hjördís Sóley Sigurðardóttir lauk nýverið meistaranámi í umhverfis-og auðlindafræði við HÍ. Í meistaraverkefninu var sérstök áhersla lögð á losun gróðurhúsalofttegunda. Rannsóknin var gerð á nýlega samþykktu deiliskipulagi á íbúðarhverfi Nýja Skerjafjarðar, fyrsta áfanga.
Fyrirlesturinn er öllum opinn!