10 hönnuðir hljóta starfslaun listamanna árið 2021

7. janúar 2021
Björn Steinar Blumenstein, Hanna Dís Whitehead og Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir eru meðal hönnuða sem hljóta starfslaun í ár.

Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum vegna úthlutunar listamannalauna árið 2021. 10 hönnuðir hljóta starfslaun þetta árið og skipta með sér 75 mánuðum. 

Eftirtaldir hönnuðir hlutu starfslaun eru: 

12 mánuðir

 • Arnar Már Jónsson
 • Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir

9 mánuðir

 • Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir

8 mánuðir

 • Hanna Dís Whitehead
 • Rán Flygenring

7 mánuðir

 • Björn Steinar Blumenstein

6 mánuðir

 • Elín-Margot Ármannsdóttir
 • Thomas Pausz

4 mánuðir

 • Anna Katharina Blocher

3 mánuðir

 • Baldur Helgi Snorrason

Til úthlutunar úr launasjóðnum eru 2.150 mánaðarlaun, sem er 550 mánaða aukning frá 1.600 lögfestum mánuðum, tilkominn vegna faraldurs. Fjöldi umsækjenda var 1.440 (1305 einstaklingar og 135 sviðslistahópar með um 940 listamönnum). Sótt var um 13.675 mánuði. Úthlutun fá 308 listamenn og 26 sviðlistahópar með um 145 sviðlistamönnum (alls um 450 listamenn). 

Starfslaun listamanna eru 409.580 kr. á mánuði samkvæmt fjárlögum 2021. Um verktakagreiðslur er að ræða.

Í úthlutunarnefnd launasjóða hönnuða sitja Ástþór Helgason, formaður, Halldóra Vífilsdóttir og Þórunn Hannesdóttir. 

Á heimasíðu Rannís er hægt að skoða heildarlista yfir þá listamenn sem hlutu starfslaun árið 2021. 

Dagsetning
7. janúar 2021
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

 • Greinar
 • Fagfélög