Að skapa áhrif - örnámskeið fyrir þátttakendur HönnunarMars

Fimmtudaginn 27. febrúar halda Miðstöð hönnunar og arkitektúrs í samstarfi við Íslandsstofu örnámskeið fyrir þátttakendur HönnunarMars í markaðssetningu og almannatengslum fyrir hönnuði. Námskeiðið verður haldið á zoom í hádeginu frá kl. 12.00-13.00.
Markmið námskeiðsins er að gefa þátttakendum verkfæri til að auka færni í markaðssetningu og almannatengslum til að til auka sýnileika og ná athygli fjölmiðla.
Skráning á námskeiðið fer fram hér og fá skráðir þátttakendur sendan hlekk á námskeiðið.
Dagskrá námskeiðsins:
- Að undirbúa pressupakka og miðlun, PR og samskipti við blaðamenn - Álfrún Pálsdóttir, fagstjóri almannatengsla hjá Íslandsstofu.
- Ráðgjöf um samfélagsmiðla - Andreas Aðalsteinsson, Head of Digital & Partner, Sahara
- Reynslusaga - Hrefna Sigurðardóttir, hönnuður hjá Fléttu og þátttakandi á HönnunarMars
- Reynslusaga - Arnar Már Jónsson, hönnuður hjá Ranra og þátttakandi á HönnunarMars
Í lokin gefst þátttakendum tími fyrir spurningar og svör.
Helga Ólafsdóttir, stjórnandi HönnunarMars, heldur utan um námskeiðið.