FHI tilnefnir í stjórn ECIA á aðalfundi samtakanna í Flórens
Þann 24. september 2022 mun ECIA - Evrópusamtök innanhússarkitekta halda sinn árlega aðalfund. ECIA var stofnað í október 1992 og fagnar félagið því einnig 30 ára afmæli. Aðalfundurinn er skipulagður af ítölsku systursamtökum FHI, AIPI, sem verður gestgjafi fyrir þennan viðburð, þau hafa skipulagt frábæra dagskrá fyrir alla helgina sem verður í hinni fallegu og sögufrægilegu borg Flórens.
Aðalfundurinn veður haldinn í hinu fræga Palazzo Medici Riccardi. Þessi fallega höll var byggð á milli 1444 og 1484 fyrir Cosimo de' Medici, yfirmann hinnar öflugu og áhrifamiklu Medici fjölskyldu, sem gegndi leiðandi hlutverki í listum í Flórens og sem stofnendur alþjóðlegrar bankastarfsemi á 15. öld. Nú á dögum er Palazzo safn. Fundurinn verður haldinn í hinum tilkomumikla og stórkostlega galleríi, Sala degli specchi (Speglagalleríinu), einum fallegasta hluta byggingarinnar.
FHI tilnefnir í stjórn ECIA
Eitt laust sæti er í stjórn ECIA samtakanna þar sem Teresa Casas, stjórnarmaður fyrir hönd spænsku landssamtakanna CGDI, lýkur sjötta ári sínu í stjórn og hefur Félag húsgagna -og innanhússarkitekta tilnefnt formann sinn Rósu Dögg Þorsteinsdóttur til setu í stjórninni til tveggja ára sem mun einnig sækja fundinn í Flórens fyrir hönd FHI. Möguleiki er á endurtilnefningu tvisvar þ.e 6 ára seta í stjórn. Tilnefning stjórnar FHI til ECIA má sjá hér fyrir neðan. Öll fullgild samtök innan ECIA mega tilnefna í stjórn og því verður spennandi kosningavaka framundan fyrir FHI félaga þann 24.september nk.
Nomination to the Board of Directors of ECIA, The European Council of Interior Architects.
The Board of FHI, Icelandic Society of Furniture and Interior Architects, hereby nominates its President Rósa Dögg Þorsteinsdóttir to act as a Board Member of The European Council of Interior Architects.
During her presidency, Rósa Dögg has led FHI into a new era of existence, building new internal structures and member relations and strengthening FHI international relations. Rósa Dögg has an exceptional ability to put things into context and to deal with complex matters in a way that makes them understandable, and her extensive knowledge of the international design scene and design education will be a great asset for ECIA.
We are proud to be able to nominate such a strong candidate for the post.
Sincerely,
On behalf of the FHI board
Lísa Kjartansdóttir, secretary general
Lóa Kristín Ólafsdóttir, treasurer
Sturla Már Jónsson, board member
Valgerður Á. Sveinsdóttir, board member
Hulda Þ. Aðalsteinsdóttir, board member
Heimsókn í Poltrona Frau og 30 ára afmælisfögnuður
AIPI, ítölsku samtök innanhússarkitekta og gestgjafi fyrir þennan viðburð, hefur skipulagt frábæra dagskrá, sem hefst á föstudaginn með kokteilboði og skoðunarferð um gömlu Flórens. Flórens er söguleg borg og miðborg hennar var skráð á heimsminjaskrá UNESCO árið 1982. Meðal frægustu menningarrisa borgarinnar eru Leonardo da Vinci, Michelangelo, Dante, Machiavelli, Galileo og þekktustu höfðingjar hennar, kynslóðir Medici fjölskyldunnar.
Á föstudagskvöldinu verður sýningarsalur Poltrona Frau heimsóttur þar sem boðið verður upp á kvöldverð. Á laugardaginn verður aðalfundurinn og hringborðsfundir síðdegis í Palazzo Medici Riccardi. Um kvöldið verður 30 ára afmælisfögnuður ECIA svokallað „Gran Gala Party“ við útisundlaug veitingastaðarins Italiana Hotel Firenze. Á sunnudeginum lýkur viðburðinum með leiðsögn um Ufizzi Gallery og Palazzo Medici Riccardi.
FHI leiðir stofnun ECIA Interior award
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti á dögunum umsókn ECIA og aðildarsamtaka þeirra um veglegan styrk í gegnum Creative Europe verkefnið til næstu þriggja ára, þetta er fyrsti EU styrkur ECIA. Þessi styrkur sýnir að starfsgrein innanhússarkitekta er talinn mikilvægur efnahagslegur þáttur í Evrópu, sem þess virði að fjárfesta í! Verkefnið heitir ECIA-BCSP Building Connections for a Stronger Profession og innan þessa verkefnis hafa sex undirverkefni verið skilgreind til að fagefla ECIA samtökin, auka viðurkenningu og styrkja starfsgrein innanhússarkitekta, þessir undirflokkar eru:
- Spider Models Research
- Growing the network
- Exchanging knowledge
- ECIA Interior Award
- Promoting the ECIA Charter
- Representing the network
Rósa Dögg formanni FHI hefur verið boðið af ECIA að leiða eitt þessara verkefna, ECIA Interior Award, og verður verkefninu ýtt úr vör á föstudeginum fyrir aðalfundinn í Flórens. Það er frábært tækifæri fyrir FHI að leiða svona verkefni og við hlökkum til að koma Innanhússarkitektúr verðlaunum ECIA á koppinn innan næstu þriggja ára. ECIA hefur ráðið verkefnastjóra yfir verkefnið sem verður þessum sex undirhópum innan handar og hefur yfirumsjón með verkefninu.