Aðalfundur Arkitektafélags Íslands verður haldinn 23. febrúar
Miðvikudaginn 23. febrúar verður aðalfundur Arkitektafélags Íslands haldinn og hefst hann kl. 17.15. Fundurinn verður haldinn í Grósku á 1. hæð í sal sem heitir Fenjamýri en honum verður einnig streymt fyrir þá sem eiga ekki heimangengt.
Fundarstjórn verður í höndum Bjarka Gunnars Halldórssonar og er ritari fundar Laufey Agnarsdóttir. Áður var auglýst að Helgi Steinar Helgason yrði fundarstjóri en hann því miður forfallaðist.
Dagskrá fundar
Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta og taka þátt en allir félagsmenn sem mæta hafa atkvæðarétt og geta þannig haft áhrif og mótað starf AÍ.
Taktu daginn frá!
Hlökkum til að sjá þig!
Stjórn og nefndir AÍ