Óskað eftir teymi - Þróunaráætlun fyrir Gömlu höfnina í Reykjavík
Faxaflóahafnir sf í samstarfi við Arkitektafélag Íslands auglýsa eftir teymi til að vinna þróunaráætlun fyrir Gömlu höfnina í Reykjavík.
Áhugasamir skulu senda inn umsókn, að hámarki fjórar A4-blaðsíður, þar sem fram koma upplýsingar um teymið, fyrri verkefni, menntun, verkefnastjórnun, nálgun og hugmyndafræði sem teymið sér fyrir að leggja upp með í verkefninu. Ekki er ætlast til að sýndar séu tillögur að lausnum í umsókninni. Æskilegt er að ferilskrá hvers og eins í teymi fylgi í fylgiskjali með umsókninni.
Umsóknarfrestur er til miðnættis 3.febrúar, en gögnum skal skilað rafrænt á netfangið ai@ai.is
Þróunaráætlun fyrir gömlu höfnina í Reykjavík
Markmið verkefnisins
Móta framtíð Gömlu hafnarinnar í Reykjavík og marka framtíðarstefnu svæðisins. Sjá mynd:
Svæðið
Svæðið kallast alla jafna Gamla höfnin innan Faxaflóahafna. Mörk svæðisins eru Harpa og Austurbakki til suðausturs og Geirsgata/Mýrargata. Við mörk svæðisins eru stór nýbyggingarsvæði, Hafnartorg, Austurhöfn, Vesturbugt, Alliance reitur og Héðins reitur auk þess eru á teikniborðinu breytingar við Tollhúsið og Grófina. Mikil hafnarvirki eru við svæðið sem hýsa mjög fjölbreytta starfsemi.
Forsaga
Á svæðinu eru í gildi nokkrar deiliskipulagsáætlanir en hluti svæðisins er ódeiliskipulagður. Árið 2015 var ákveðið að sameina deiliskipulagsáætlanir sem voru í gildi við Vesturhöfn/Öfirisey en engu var í raun breytt nema ákveðið var að heimila millipalla á hluta svæðisins. Síðan deiliskipulagið var samþykkið hafa þónokkrar breytingar verið gerðar sem miða að því að hækka nýtingarhlutfallið á einstaka lóðum. Heitið Gamla höfnin er notað yfir svæðið sem nústendur til að skoða. Svæðið er blandað svæði en þar er meðal annars að finna miðborgarsvæði og fiskvinnslu ásamt því að á svæðinu er öflug hafsækin starfsemi á öllum hafnarbökkum. Hafsækin starfsemi hefur breyst mikið undanfarin ár og áratugi en ekki er þörf að jafn miklu landrými fyrir hafsækna starfsemi á aðliggjandi lóðum. Nú verður horft á svæðið heildstætt og gerð áætlun sem miðaðst við mismunandi sviðsmyndir en ekki er gert ráð fyrir íbúðabyggð á svæðinu.
Aðstandendur verkefnisins
Faxaflóahafnir sf. eiga og reka fjórar hafnir: Akranes-, Borgarnes-, Grundartanga- og Reykjavíkurhöfn. Ásamt því að reka höfnina á Grundartanga er fyrirtækið landeigandi á svæðinu og leigir þeim fyrirtækjum sem þar starfa lóðir til langs tíma. Fjölbreytt aðstaða gefur fyrirtækinu mörg sóknarfæri á mörgum sviðum mannlífsins og getur á þeim grunni látið gott af sér leiða í þágu eigenda sinna, almennings og atvinnulífs. Stefna Faxaflóahafna er að reka öruggar, grænar og snjallar hafnir, þar sem veitt er skilvirk þjónusta.
Áhersla er lögð á eftirfarandi við verkefnið
- Skilgreina hlutverk svæðisins til framtíðar
- Hringrásarhugsun höfð að leiðarljósi
- Varðveisla staðaranda
- Skipulag taki mið af hækkun yfirborðs sjávar
- Tryggja hafsækna starfsemi áfram á svæðinu
- Endurnýting bygginga og betri nýting innan lóða
- Vistvænar áherslur, blágrænar lausnir og vönduð almenningsrými
- Svæði fyrir alla og aðgengi fyrir alla
- Götu- og almenningsrými verði vönduð, skjólgóð, vistleg og innihaldsrík
- Áhersla á almenningssamgöngur og virka ferðamátar
- Tækifæri til aukinnar fjölbreytni í atvinnu og nýsköpunar
- Ný byggð falli vel að svæðinu og mælikvarða með skýrskotun í sögu svæðisins og starfsemi
- Tækifæri til landfyllinga
Valnefnd
- Ólafur Melsted, landslagsarkitekt. Skipulagsfulltrúi Faxaflóahafna - fulltrúi tilnefndur af Faxaflóahöfnum
- Inga Rut Hjaltadóttir, verkfræðingur. Sviðsstjóri framkvæmdasviðs - fulltrúi tilnefndur af Faxaflóahöfnum
- Kristján Örn Kjartansson, arkitekt, FAÍ - fulltrúi tilnefndur af Arkitektafélagi Íslands
Áhersla valnefndar
- Hugmyndafræði og nálgun við verkefnið
- Fyrri verkefni
- Verkefnastjórnun og geta til að leysa flókin og stór verkefni
- Samsetning teymis, menntun og reynsla
Umsóknarferli - Tímalína
- 14. janúar - Valferli auglýst föstudaginn 14. janúar
- 3. febrúar - Skilafrestur umsókna. Skilafrestur miðast við miðnætti.
- 4.-9. febrúar - Vinna valnefndar. A.m.k. 3 stofur valdar til þess að koma í viðtal.
- 10.-11. febrúar - Viðtal við teymi
- 14. febrúar - Samið við teymi. Niðurstaða kynnt
Framkvæmd-Tímalína
Ætlast er til þess að teymið hefji störf um miðjan febrúar og ætlast er til að tillögugerð sé lokið fyrir lok maí. Gert er ráð fyrir því að staða vinnunnar sé kynnt mánaðarlega á Hafnarstjórnarfundum og verða haldnir fundir reglulega með hagaðilum til þess að kynna vinnuna.
Frekari upplýsingar um verkefnið veitir Gerður Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands, gerdur@ai.is; s. 6956394