Níu hönnuðir hljóta listamannalaun 2022
Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum og að þessu sinni hljóta níu einstaklingar úthlutað úr launasjóði hönnuða. 50 mánuðir voru til úthlutunar, sótt var um 488 mánuði.
Til úthlutunar úr launasjóðnum eru 1600 mánaðarlaun í sex flokkum: hönnun, myndlist, flokki rithöfunda, sviðslista, tónlistarflytjenda og tónskálda. Fjöldi umsækjenda var 1.117, þar af 968 einstaklingar og 149 sviðslistahópar (með um 990 listamönnum). Sótt var um 10.743 mánuði. Úthlutun fá 236 listamenn.
Starfslaun fá 9 hönnuðir, 7 konur og 2 karlar, 64 umsóknir bárust.
Hér má sjá lista yfir þá hönnuði sem hlutu listamannalaun 2022:
12 mánuðir
- Magnea Einarsdóttir
6 mánuðir
- Arnar Már Jónsson
- Birta Rós Brynjólfsdóttir
- Hrefna Sigurðardóttir
5 mánuðir
- Rán Flygenring
- Ýr Jóhannsdóttir
4 mánuðir
- Hrafnkell Birgisson
3 mánuðir
- Hildigunnur H. Gunnarsdóttir
- Sólveig Dóra Hansdóttir
Í úthlutunarnefnd fyrir launasjóð hönnuða sitja:
- Halldóra Vífilsdóttir, formaður
- Ármann Agnarsson
- Þórunn Hannesdóttir