Af ást til fagmennskunnar

4. nóvember 2020

Borghildur Sölvey Sturludóttir, arkitekt skrifar:

Á heims­vísu er umræðan um mann­gert umhverfi á for­sendum fram­tíð­ar­inn­ar, hvernig við getum búið okkur betri heim, hvernig við getum stuðlað að nýsköpun og hönnum sem svarar kalli framtíðar út frá umhverf­i­sjón­ar­miðum og hug­myndum um gott samfélag. 

Nýverið voru í sam­ráðs­gátt stjórn­valda kynnt drög að reglu­gerð [Hlut­deild­ar­lán] til umsagnar en þau lán eiga að hjálpa fólki með sín fyrstu íbúð­ar­kaup. Að mörgu leyti háleit hug­mynd en þegar betur er að gáð – gam­al­dags nálgun sem feykir okkur 20 til 30 ár aftur í tím­ann. Rík­is­valdið er því miður frekar illa að sér í heim­il­is­sköpun og skipu­lags­málum almennt.

Með hlut­deild­ar­lánum ráð­ast stjórn­völd ekki að rót vand­ans, sem hefur ekk­ert með skipu­lag og bygg­inga­tækni­legar lausnir að gera. Heldur birt­ist kerf­is­leg skekkja sem rekja má til fjár­mála­geirans og þá sér­stöku hug­mynd að líta á  íbúð­ar­hús­næði sem fjár­fest­ing­ar­kost og sem atvinnu­veg.

Borgir nágranna­landa okkar stefna ótrauðar á fram­tíð fulla af gæðum fyrir fólk, þétt­ingu byggðar og góðan arki­tektúr. Stefin í dag eru sterk – við þurfum hús sem rúma fjöl­breyti­leika í borg með gæðum svo sem sól­ar­ljósi, dags­birtu, vönd­uðu og hlý­legu efn­isvali og fjöl­breyti­leika. Íþrótta­hús verða að sam­komu­stöð­u­m, og nú á tímum Covid verða margar íbúðir í dag að fjöl­breyttum skóla­stofum og skrif­stof­um. Þetta krefst mik­ils af skipu­lags­fræð­ing­um, arki­tekt­um, lands­lags­arki­tektum og þeim sem þróa hið mann­gerða umhverfi. Rýmin í kringum húsin verða mik­il­væg­ari þar sem gróð­ur, skjól, dags­birta, sól­ar­geislar og fjöl­breyti­leiki leika lyk­il­hlut­verk í lífs­gæðum okk­ar. Alla fer­metra verður að nýta og huga þarf að gæðum og góðu aðgengi. Hverfin fá enn meiri vigt og all­staðar verður að stefna að því að hverfi geti ýtt undir og boðið upp á ríka blöndun fyrir heim­ili og vinnu­staði, að börn geti með góðu móti orðið sjálf­bjarga. Það eitt og sér dregur úr meng­un. ­Rann­sóknir sýna okkur betur og betur hversu hættu­leg bíla­mengun er fyrir lungu 0 – 5 ára barna, það ætti að vera heill mála­flokkur eins ráðu­neytis tengdur sam­göng­um.

Þess vegna er það þyngra en tárum tekur taki að lesa yfir og gera sér grein fyrir áherslum og ég leyfi mér að segja algjöru metn­að­ar­leysi rík­is­stjórn­ar­innar er kemur að upp­bygg­inga­sýn og íbúð­ar­kaupum til handa borg­urum þessa lands.

Þorvaldur Thorodd­sen skrifar eftir ferð sína um Múla­sýslu árið 1897: „Því miður eimir eftir sums staðar af hinum gamla hús­gangs­hætti, að hugsa ein­göngu um stund­ar­hag­inn, nokkra aura í svip­inn, en láta sér standa á sama, hvort gerður er stór­skaði öldum og óborn­um.“ (Úr Ferða­bók Þ.Th. nr. IV, (2. útg. 1959, bls. 289-290)). Það er vel hægt að færa fyrir því rök að reglu­gerðin um hlut­deild­ar­lán sem nýlega birtist í sam­ráðs­gátt Alþingis herji einmitt á þennan stund­ar­hag – hvernig „reddum við“ íbúð­ar­málum núna, án þess að horfa til kom­andi kyn­slóða?

Ég vil ganga svo langt og segja að þetta frum­varp vinni gegn og til höf­uðs fag­mennsk­unn­i. 

Við gerð frum­varps­ins var leitað sam­ráðs hjá Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un, Sam­tökum iðn­að­ar­ins og bygg­ing­ar­að­il­um. Ekki skipu­lags­fræð­ingum (ekki einu sinni Skipu­lags­stofn­un), ekki arki­tekt­um, ekki lands­lags­arki­tekt­um! Nei, leitað var til stofn­unar sem hefur ekki einn arki­tekt á sínum snærum sem sinnir stefnu­mótun eða fram­tíð­ar­sýn. Sam­tök iðn­að­ar­ins eru svo regn­hlíf­ar­sam­tök bygg­ing­ar­að­ila sem voru því tví­efld mætt til leiks. Ofan á allt þetta er svo á sama tíma verið að leggja niður nýsköpun og rann­sóknir í þeirri mynd sem við þekkjum með Nýsköp­un­ar­mið­stöð og allt óvíst hvernig kom­andi módel verð­ur!

Arki­tekta­fé­lag Íslands sendi inn umsögn um umrædda reglu­gerð en í þeirri umsögn kemur m.a. fram að með því að skil­yrða hlut­deild­ar­lán á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við nýjar íbúðir er verið að:

 • Mis­muna fólki um búsetu eftir lands­hlut­um.
 • Stuðla að tví­skiptum hús­næð­is­mark­aði þar sem aðeins þeir sem ekki þurfa að treysta á hlut­deild­ar­lán hafa raun­veru­legt val um búsetu.
 • Vinna gegn félags­legri blöndun þar sem fólk úr mis­mun­andi tekju­hópum og á mis­mun­andi aldri býr saman sem eykur aftur mögu­leika fólks á að fær­ast á milli félags­legra hópa.
 • Að setja fjöl­skyldum þann eina kost að flytja börn úr leik- og grunn­skólaum­hverfi sem þau eru í með fyr­ir­sjá­an­legum erf­ið­leikum fyrir börn og fjöl­skyldur þeirra.
 • Stuðla að eins­leitum hverf­um, hverfa­hlut­um, lóðum eða fjöl­býl­is­húsum þar sem lág­tekju­fólk sem treystir á hlut­deild­ar­lán er búsett með nei­kvæðum félags­legum afleið­ing­um.

Frum­varpið er því algjör­lega snautt allri fag­mennsku. Allt það sem ástundað er í skipu­lags­málum og arki­tektúr í lönd­unum í kringum okkur er huns­að. Í frum­varp­inu birt­ist það sem allir í kringum okkur eru að forð­ast eða eyða. Fjár­munum og kröftum er veitt í tóma vit­leysu. Blöndun og þétt­ing byggðar er það sem margoft hefur sýnt sig að vera besta sam­fé­lags­lega úrræðið út frá hag­fræði­legum og umhverf­is­legum vís­um. Það virð­ist ekki vera til staðar í þess­ari reglu­gerð og er það í besta falli sorg­legt og í versta falli stór­hættu­legt!

Sú fag­mennska, rann­sóknir og fram­tíð­ar­sýn sem landið hefur að geyma eru á engan hátt nýtt. Það er ekki sáð til langs tíma – og á meðan bygg­ing­ar­að­ilar eru einir af stærstu sam­ráðs­að­il­unum í frum­varpi um hluta­deild­ar­lán­in, þá er ljóst að verið er að hyggla stund­ar­gróða en ekki að fjár­festa í til fram­tíð­ar.

Það er aðför að fag­mennsku!

Það er þörf fyrir lengri tíma­mörk en það hvernig hús­næð­is­málum er reddað í frum­varpi – ráða­menn þjóð­ar­innar vilja lík­lega geta sett þetta frum­varp á „to do list­ann“ og hakað við. Frum­varpið kostar bara svo mikið til fram­tíðar í formi lélegs skipu­lags, lélegrar nýt­ingar á auð­lindum og úreltra hug­mynda um her­bergja­fjölda. Það er þörf á ráð­herrum sem treysta sér til að taka ákvarð­anir sem marka góð spor lengra inn í fram­tíð­ina en til næstu kosn­inga. 

Byrjum upp á nýtt og gerum bet­ur. Nýtum þá þver­fag­legu fag­þekk­ingu sem er á eyj­unni. Fáum fjölda stofn­ana og aðila til leiks. Leyfum fleirum ráð­herrum og ráðu­neytum að eiga hlut að máli. Þetta er jú lýð­heilsu­m­ál, skipu­lags­mál sem og fjöl­skyldu­mál – og meira að segja sam­göngu­mál!

 • Borghildur Sölvey Sturludóttir

  Arkitekt
Dagsetning
4. nóvember 2020
Höfundur
Borghildur Sölvey Sturludóttir

Tögg

 • Aðsent
 • Greinar
 • Arkitektúr