Áramótahattar með hattagerðarmeisturum
Hattagerðarmeistararnir Anna Gulla og Harper bjóða upp smiðju í gerð áramótahatta.
Anna Gulla og Harper eru meistarar í hattagerð. Þau kynntust við nám og felldu hugi saman í Cutters Academy í Gautaborg 2010. Með aðsetur í Kölingared (SE) og Reykjavík (IS) sérhæfa þau sig í að hanna og framleiða sérsaumaðan fatnað og fylgihluti úr náttúrulegum efnum.
Harper kennir einnig hattagerð við Cutters Academy í Gautaborg með áherslu á efni eins og loðskinn og leður. Anna Gulla gerir tilraunir með trefjar, massa og hefðbundnar aðferðir, hún sækir efni og þekkingu úr nærumhverfi sínu.
Í smiðjunni verður aðallega unnið í pappír. Efniviður verður á staðnum og frítt inn.
Smiðjan fer fram 30. desember frá 13:00-15:00 í Hönnunarsafni Íslands. Öll velkomin.