Atelier NL á DesignTalks 2024
Hollenska hönnunarstofan Atelier NL fókuserar á möguleika hönnunar í að tengja saman samfélög við verðmæti í nærumhverfi. Lonny van Ryswyck, annar eigandi Atelier NL, kemur fram á DesignTalks sem fer fram í Hörpu þann 24. apríl.
„Okkur þykir aðferðafræði Atelier NLeiga svo mikið erindi í dag. Rannsóknardrifin en aðgengileg og mannleg. Þessi upphafnining nærumhverfisins er svo heillandieða eins og þær segja sjálfar: 'Think global, dig local'“ Hlín Helga Guðlaugsdóttir, curator DesignTalks
DesignTalks í ár tekst á við öfgar og ójafnvægi. Í kosmísku kaosi er jafnvægis leitað með viðhorfi skapandi ævintýrafólks og skvettu af æðruleysi línudansarans, sem hugrakkur fikrar sig í land. Sirkus hringurinn er nýttur til að halda hugmyndum á lofti, spúa eldfimri snilld og fljúga hátt!
Ofgnótt upplýsinga, hráefnisskort, möguleika nærumhverfisins í hnattrænu samhengi, enduruppbyggingu, heimsfjölskylduna og innri ró mun bera á góma. Í þessum tælandi töfraheimi er allt mögulegt en undir yfirborðinu kraumar hið óvænta og stundum hið óþægilega.
Alþjóðlega ráðstefnan DesignTalks fer fram í Silfurbergi í Hörpu þann 24. apríl 2024. Forsala miða er í fullum gangi, en uppselt hefur verið á þennan vinsæla viðburð síðustu ár. Ekki missa af þessari veislu sköpunarkraftsins!