Opið kall - Sýning í Fyrirbæri á HönnunarMars
Gallerí Fyrirbæri, sem er multi komplex skapandi einstaklinga, stendur fyrir opnu kalli fyrir sýninguna ANARKIST ~ FAGURFRÆÐI á HönnunarMars.
Verkefnið Anarkist ~ Fagurfræði vinnur með myndlist og hönnun. Listamenn og hönnuðir sýna í Gallerí Fyrirbæri á Ægisgötu 7 í miðbæ Reykjavíkur. Sýningin gengur út á að þenja mörkin á milli myndlistar og hönnunar. List er skoðuð sem skilgreining, nú eða endurskilgreiningu á þörfum mannsins: list er samfélagsgagnrýni og upplifun. Hvenær verður list hönnun?
Áhugasamir skulu senda umsókn í tölvupósti artstudiosphenomenon@gmail.com, þar sem eftirfarandi upplýsingar koma fram:
- Nafn
- Heimasíða
- Um höfund íslensku og ensku
- Lýsing á verki/um íslensku og ensku
- Mynd af verki/um 300 dpi
- Mynd af höfundi 300 dpi
Verð fyrir þátttöku er 15.000 kr*.
*Fyrirbæri tekur ekki prósentu af seldum verkum/vörum og posi verður á staðnum.