Blessuð sértu sveitin mín - stuttmynd frá Farmers Market
Hönnunarfyrirtækið Farmers Market frumsýndi á dögunum stuttmynd sem gerð var undir laginu Blessuð sértu sveitin mín eftir þá Bjarna Þorsteinsson og Sigurð Jónsson flutt af þeim Högna Egilssyni, Guðmundi Óskari Guðmundssyni, Davíð Þór Jónssyni, Einari Scheving og Jóel Pálssyni.
„Fyrr í haust skruppum við austur fyrir fjall með góðum hópi fólks, tókum dálítið af myndum og gerðum vídeó.“
Það er Bergþóra Guðnadóttir sem er hönnuður og stofnandi Farmers Market en í myndbandinu má sjá fatnað merkisins í aðalhlutverki.
Kvikmyndataka var í höndunum á Óttari Guðnasyni, Auður Karitas sá um hár og förðun og leikendur eru Eydís Helena Evansen, Högni Egilsson, Snæfríður Ingvarsdóttir, Guðmundur Óskar Guðmundsson, Margrét Gylfadóttir og Steingrímur Leifsson.